leiðarkerfi myndÓlafur Thors

 

Ólafur Thors (1892-1964) var meðal helstu forystumanna í íslenskum stjórnmálum á 20. öld. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins lengur en nokkur annar, frá 1934 til 1961, eða í 27 ár. Hann myndaði ríkisstjórn fimm sinnum auk þess að gegna embættum dómsmálaráðherra, atvinnu- málaráðherra, utanríkisráðherra, félagsmálaráðherra, sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra.


Ólafur Thors lét að sér kveða í atvinnulífinu frá unga aldri. Ásamt föður sínum og bræðrum stofnaði hann togaraútgerðarfélagið Kveldúlf 1912 og var einn af stjórnendum þess þar til hann ákvað að einbeita sér að stjórnmálum eftir að hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum 1934. Milli heimsstyrjaldanna var Kveldúlfur stærsta togarafélag í einkaeigu við Norður-Atlantshaf og stærsta útflutningsfyrirtæki fiskafurða á Íslandi. Ólafur Thors var fyrst kjörinn á þing 1926 og sat á þingi óslitið til 1964, en hann lést á gamlársdag það ár.


 

 
Starfsævin myndaalbúm Í foreldrahúsum myndaalbúm
Fjölskylda og vinir myndaalbúm Aldarafmæli Ólafs Thors hljóðskrá