Bjarni Benediktssonleiðarkerfi mynd

Um Bjarna Benediktsson

Bjarni Benediktsson var í fremstu röð stjórnmálaforingja Íslendinga á 20. öld. Hann ólst upp í Reykjavík á öðrum áratug 19. aldar og lærði mikið af foreldrum sínum sem voru mikils metin í íslensku samfélagi. Faðir hans Benedikt Sveinsson var alþingismaður og bókavörður og hefur án efa verið þess valdandi að Bjarni hefur haldið sérstaklega vel utan um öll sín gögn síðan hann var í barnaskóla, og erum við þakklát því í dag. Móðir hans var Guðrún Pétursdóttir en var hún kvenskörungur mikill og lét sig mikið varða jafnræði og kvenréttindi sem var ekki á allra máli á þessum tíma.

 

Bjarni var í senn fræðimaður, framkvæmdamaður og stjórnmálamaður. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík aðeins 18 ára og fór þá beint að nema lögfræði. 24 ára varð hann prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, síðar borgarfulltrúi og borgarstjóri, sat á þingi og gegndi mörgum ráðherraembættum og var varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann lést sviplega á hátindi ferils síns. 
 

Afkomendur Bjarna Benediktssonar hafa falið Borgarskjalasafni Reykjavíkur varðveislu á einkaskjalasafni hans. Safnið er umfangsmikið og lýsir vel ferli Bjarna frá unglingsárum til andláts. Safnið verður opnað fræðimönnum til rannsókna á komandi misserum.

 

Vefsíðu um Bjarna Benediktsson er ætlað að kynna ævi hans og störf auk þess að opna aðgang að einstökum heimildum í safni hans. Fyrstu skjölin, sem sett voru á vefsíðuna, snerta mótunarár Bjarna og aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO) árið 1949. Lokið er við að skanna öll skjölin í safninu og eru þau aðgengileg á vefsíðunni. Til þess að skoða skjölin er farið inn í skjalaskránna.

 

Skoðið skjölin

 

Góða skemmtun.