Bjarni Benediktssonleiðarkerfi mynd

24.01.2015 Yfirlýsing vegna greinar Álfheiðar Ingadóttur í Fréttablaðinu 24. janúar 2015
Álfheiður Ingadóttir ritar grein í Fréttablaðið í dag um skjal í safni Bjarna Benediktssonar. Í Fréttablaðinu í dag 24. janúar 2015 birtist grein eftir Álfheiði Ingadóttur þar sem hún ...
08.06.2011 Sextíu ára afmæli varnarsamnings við Bandaríkin
Bjarni Benediktsson á fundi með Dwight D. Eisenhover, þá yfirhershöfðingja NATO. 
(Ljósmynd: Pétur Thomsen - varðveitt í safni Bjarna Benediktssonar á BSR) Nýlega voru 60 ár liðin síðan Varnarsamningur milli lýðveldisins Íslands og Bandaríkjanna á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins var undirritaður í Reykjavík, þann 5. maí 1951. Undir samninginn skrifuðu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og Edward B. Lawson, fyrir Bandaríki Ameríku á Íslandi. Í skjalasafni Bjarna Benediktssonar eru ýmis skjöl sem tengjast aðdraganda samningsins og utanríkismálum Íslands á þeim tíma.
08.06.2011 Úthlutun rannsóknastyrkja Bjarna Benediktssonar 2011
Skjalataska Bjarna Benediktssonar. Úthlutun Rannsóknastyrkja Bjarna Benediktssonar fór fram í Þjóðmenningarhúsinu 12. maí 2011 og er það í fjórða sinn sem veittir eru styrkir úr sjóðnum.
20.04.2011 Skjalasafn Bjarna Benediktssonar aðgengilegt heima í stofu
Hluti af handskrifuðu tímariti frá því Bjarni var um 8 ára gamall. Skráningu er lokið á einkaskjalasafni Bjarna Benediktssonar, fv. borgarstjóra og forsætisráðherra. Á síðastliðnum tveimur árum hefur verið unnið að því að gera safnið aðgengilegt öllum á vefnum og er það langt komið.
05.01.2011 Lokið við að birta öll skjöl um uppvaxtar- og námsár Bjarna
Bjarni Benediktsson árið 1931 í Berlín Nú er lokið við að skanna og birta öll skjöl í þeim hluta skjalasafns Bjarna Benediktssonar sem fjalla um uppvaxtar og námsár hans.
06.05.2010 Styrkir úr rannsóknarsjóði Bjarna Benediktssonar afhentir í þriðja sinn
Miðvikudaginn 5. maí 2010 kl. 16.00 fór fram þriðja úthlutun á rannsóknarstyrkjum Bjarna Benediktssonar, það er úr rannsóknarstyrktarsjóði, sem var stofnaður 30. apríl, 2008, á 100 ára afmæli Bjarna til að styrkja rannsóknir á sviði lögfræði og sagnfræði.

Lesa nánar
30.04.2010 Hann á afmæli í dag!
Bjarni Benediktsson hefði í dag, 30. apríl orðið 102 ára gamall og fögnuðum við því hér á Borgarskjalasafninu með kaffi, kökum og góðum samræðum. Unnið hefur verið hörðum höndum að koma skjalasafninu hans á vefinn en enn er mikið verk fyrir höndum.
10.03.2010 100 ár liðin frá fæðingu Bjarna Benediktssonar
Hinn 30. apríl 2008 verða 100 ár liðin frá fæðingu Bjarna Benediktssonar lagaprófessors og forsætisráðherra. Til að minnast þeirra tímamóta hefur verið ákveðið að stofna til styrkveitinga á sviði lögfræði og sagnfræði. Veittir verða sex styrkir til lögfræði- og sagnfræðirannsókna í fyrsta sinn 30 apríl 2008. Þrír rannsóknarstyrkir verða veittir árlega á sviði stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar, einn að fjárhæð 1.000.000 kr. og tveir að fjárhæð 500.000 kr.
10.03.2010 Rannsóknarstyrkir Bjarna Benediktssonar afhentir í fyrsta sinn
Fyrstu styrkirnir úr sjóðnum Rannsóknarstyrkir Bjarna Benediktssonar voru veittir við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þann 30. apríl 2008, en þann dag voru 100 ár liðin frá fæðingu Bjarna Benediktssonar fyrrverandi forsætisráðherra.
10.03.2010 Skjalasafn Bjarna Benediktssonar afhent Borgarskjalasafni til varðveislu
Einkaskjalasafn Bjarna Benediktssonar, fv. borgarstjóra og forsætisráðherra var formlega afhent Borgarskjalasafni Reykjavík til varðveislu og eignar í Höfða miðvikudag 30. apríl 2008 kl. 14, en þann dag hefði Bjarni orðið 100 ára. Í samningnum kemur meðal annars fram hvaða skjöl eru afhent og hvaða aðgangsskilyrði eru að þeim.
10.03.2010 Minnisblöð og önnur skjöl frá mars 1949
Á vefnum hafa verið birt minnisblöð og önnur skjöl úr safni Bjarna sem tengjast inngöngu Íslands í NATO.
10.03.2010 Birting skjala um sambandsslitin við Danmörku og stjórnarskrármálið
Nú hafa bæst við á vefinn skjöl úr safni Bjarna er varða aðdraganda sambandsslitanna við Dani, þar á meðal tillögur um breytingar á stjórnskipunarlögum í kjölfar lýðveldisstofnunar. Ennfremur er um að ræða skjöl sem lúta að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem fram fór á tímabilinu 1947-1953.
10.03.2010 Úthlutun rannsóknarstyrkja Bjarna Benediktssonar 2009 og kynning á skjalasafni hans
Fimmtudaginn 7. maí 2009 kl. 16.00 fór fram önnur úthlutun á rannsóknarstyrkjum Bjarna Benediktssonar, það er úr rannsóknarstyrktarsjóði, sem var stofnaður á síðasta ári, 30. apríl, á 100 ára afmæli Bjarna til að styrkja rannsóknir á sviði lögfræði og sagnfræði.