Gamall hausJólakort


Retró Jól og huggulegt komandi ár
 

 

Senn líður að jólum og tími jólakortanna að ganga í garð. Borgarskjalasafn Reykjavíkur býður nú öllum að senda jólakort á vefnum sér að kostnaðarlausu. Kortin eru krúttleg og gamaldags, flest frá fyrri hluta 20. aldar og hægt að senda með jólakveðju á yfir 25 tungumálum.

Þetta er tíunda árið sem Borgarskjalasafn býður upp á rafræn og retró jólakort og hafa þau mælst mjög vel fyrir. Árlega eru um 10 þúsund kort send í gegnum vefinn okkar.

Jólakortin eru úr stóru póstkortasafni Sveinbjörns Jónssonar sem Kristín S. Árnadóttir afhenti safninu vorið 2004 og spannar kortasafnið alla 20. öldina. 

 

Senda jólakort.
Elstu skjöl Reykjavíkurborgar


Brunabótavirðingar 1811-1953


Vefur Bjarna Benediktssonar


Ólafur Thors


Björn Þórðarson - skjalasafn


einkaskjalasafn.is


Félag héraðsskjalavarða


Euarchives