Gamall hausElsti hluti húsnæðis Landspítalans var tekinn í notkun árið 1930 en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem þá var húsameistari ríkisins. Í upphafi voru 92 rúm á spítalanum í nokkrum sjúkrastofum. Í brunabótavirðingum Reykjavíkur má finna ýmsar upplýsingar um byggingar Landsspítalans og stærri tækjakost.


Konungur steig á land í Reykjavík að morgni 30. júlí 1907. Var þar fyrir ráðgjafi Islands og allt stórmenni og fagnaði konungi. Bærinn var allur prýddur sem bezt og götur þær, er konungur gekk um til bústaðar þess, er honum var ætlaður. Fagnaðar óp gullu við um bæ allan, er konungur gekk um og lið hans. Borgarskjalasafn Reykjavíkur fékk nýlega til varðveislu einkaskjöl frá Knud Zimsen fyrrv. borgarstjóra og tengjast þau meðal annars komum Danakonunga til Reykjavíkur. Sjá nánar:


Þann 4. apríl 1949 var Atlantshafssáttmálinn formlega undirritaður við hátíðlega athöfn í Washington, DC. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra undirritaði sáttmálann hönd Íslands. Í einkaskjalasafni Bjarna er að finna áhugaverðar heimildir um aðdragandann að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Ber þar hæst minnisblöð og minnispunkta utanríkisráðherra.


Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir skjalasafn Samtakanna '78, sem er merk heimild um mannréttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Í skjalasafninu eru einnig skjöl um upphaf Hinsegin daga í Reykjavík og Gay Pride gleðigöngunnar.


Leikfélag Reykjavíkur var upphaflega stofnað 1897 og er því meðal elstu starfandi félagasamtaka á landinu. Innan raða félagsins voru helstu forkólfar landsins á sviði leiklistar fram að stofnun Þjóðleikhússins árið 1949. Borgarskjalasafn varðveitir skjalasafn Leikfélagsins.


Holræsi í Reykjavík lágu opin með fram götum bæjarins á fyrstu árum aldarinnar. Flest þeirra leiddu í Tjörnina eða Lækinn, þar sem nú er Lækjargata í miðbæ Reykjavíkur, og var gatan því nefnd Hin ilmandi slóð og lækurinn Fúlilækur. Þetta stóð þó til bóta samhliða lagningu vatnsveitu árið 1909. Árið 1911 voru sett lög um gjöld til holræsa í Reykjavík og ári seinna var skólpdælustöð sett upp við Tjarnargötu. Árið 1914 voru ekki allir sáttir við að þurfa að greiða „salernishreinsunargjald“ og sendu því formlega kvörtun til borgarstjórans.


Skemmtilegt er að skoða auglýsingar frá verslunum áður fyrr og sjá hvernig vöruúrvalið var í þeim. Hér er sýnt veggspjald frá verslun J. J. Lambertsen í Reykjavík árið 1907.


Þegar Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur tæmdi húsið að Fríkirkjuvegi 11 við flutning, komu í ljós á háalofti mikið af eldri skjölum tengdum æskulýðsmálum í Reykjavík og voru þau afhent Borgarskjalsafni til varðveislu. Þar á meðal fundust skjöl frá Vélhjólaklúbbnum Eldingu sem er elsti vélhjólaklúbbur landsins.


Fregnmiði frá 30. mars 1949 undirritaður af formönnum þingflokka Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.


Ég er ánægður maður. Konan mín kann að matbúa og baka og þvottinn sinn annast hún sjálf. Félagar mínir dáðst að því hvað föt mín eru fallega tilhöfð og hrein.


Í dag, þann 7. júlí 2010 eru liðin heil 88 ár síðan Lúðrafélagið Harpa og Lúðrafélagið Gígja voru sameinuð í eina lúðrasveit sem fékk nafnið Lúðrasveit Reykjavíkur. Höfðu bæði félögin þá starfað í nokkur ár og ákváðu að taka höndum saman, hefja samstarf og byrjuðu strax að safna peningum fyrir húsnæði en mikil vöntun var á æfingarhúsnæði fyrir lúðrasveit.


Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur er nú unnið að skráningu á einkaskjalasafni þeirra feðga Garðars Gíslasonar og Bergs Gíslasonar en Garðar var fyrsti heildsalinn á Íslandi. Meðal skjala í safninu er bólusetningarskírteini frá 1878 og endurbólusetningarskírteini frá 1891. Það lýsir vel vinnubrögðum heilbrigðisyfirvalda við bólusetninguna og hvað hún var talin mikilvæg.


Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og grófum við upp kosningaráróður þónokkur ár aftur í tímann. Hvernig hefur áróðurinn breyst með árunum? Til batnaðar? Er kannski bara betra að vera eins blátt áfram og fyrir hálfri öld? Ekkert hálfkák, bara sagt það sem þarf að segja. Við viljum taka það fram að á Borgarskjalasafninu eru eins margar skoðanir og starfsfólk og enginn einn flokkur vinsælli en annar.


Í dag, 10. maí eru liðin 70 ár frá því að breskur her steig hér á land. Síðari heimstyrjöldin hafði þá verið í gangi í 8 mánuði og komu Bretarnir hingað til að passa það að Ísland félli ekki undir þýsk yfirráð því það hefði komið þeim óskaplega illa. En hvað með Ísland og hvað með okkur Íslendingana?


Það er ófögur lýsingin sem ,,Vegfarandi" gefur á Verslunarskólanemendum í kvörtunarbréfi til Barnaverndarnefndar Reykjavíkur ...


Mikla athygli vöktu tónleikar hljómsveitarinnar Deep Purple í Laugardalshöll föstudaginn 18. júní 1971.


Hljómsveitin Saktmóðugur er Borgarskjalasafni ekki ókunnug en hún afhenti safninu til varðveislu plakatasafn sitt fyrir rúmum 11 árum síðan. Á þeim tíma voru í sveitinni Davíð Ólafsson, Stefán Jónsson, Ragnar Ríkharðsson, Karl Óttar Pétursson og Daníel Viðar Elíasson. Fram kemur í skjalaskrá að hljómsveitin hefði þá gefið út 2 geisladiska, 1 kasettu og 2 vinylplötur.


Mynd frá Austurvelli á póstkorti.


Hér á eftir koma nokkrar frásagnir fólks um minningar sínar af Laugardal sem rifjuðust upp þegar myndin af Laugardalsvelli var skoðuð. Endilega sendið okkur minningar ykkar frá dalnum til birtingar á vefnum á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is.