Þorsteinn RE 253

Nánari upplýsingar
Nafn Þorsteinn RE 253
Númer E-299
Lýsing

Um Þorstein RE 253

Um 1953 smíðuðu Diðrik Jónsson sjómaður og bróðursonur hans, Bragi Guðnason skipasmiður, trillubátinn Þorstein RE 253 í bakgarði heimilis þeirra Kirkjuteigs 11 í Reykjavík. Báturinn var smíðaður úr tré en ekki er ljóst hversu stór hann var. Var báturinn smíðaður í frístundum eftir langan vinnudag. Diðrik og Bragi ásamt Geir Guðjónssyni gerðu bátinn svo út frá Reykjavík. Þeir fóru út að kvöldi til veiða og komu aftur inn snemma að morgni. Veitt var á handfæri og línu.

Þorsteinn II. RE 253 var smíðaður í Hafnarfirði árið 1962 og voru Diðrik, Bragi og Geir eigendur hans. Hann var smíðaður úr eik og furu og var 8 brl. að stærð og hafði 36 ha. Lister díselvél. Hann var dekkaður árið 1967 og þá skráður sem fiskibátur. Veitt var á handfæri, línu og snurvoð. Diðrik, Bragi og Geir reru allir á bátnum og sá Diðrik um allt bókhald og rekstur útgerðarinnar. Þeir félagar gerðu bátinn út til ársins 1972 þegar hann var seldur til Patreksfjarðar þar sem hann fékk heitið Uggi BA 58. Þann 21. maí 1975 lenti hann í árekstri við Vestra BA 63 norðvestur af Bjargtöngum og sökk.

Fyrir nánari upplýsingar um smíði bátanna sjá öskju 1, möppu 10.

 

Um skjalasafn Þorsteins RE 253

Skjalasafn þetta er úr fórum Diðriks Jónssonar sem hélt utan um allt bókhald í kringum bátana. Skjölin voru afhent af Svanhildi Bogadóttur, borgarskjalaverði, og Vigdísi Guðnadóttur 30. júní 2005 með leyfi erfingja Diðriks. Skjalasafnið innheldur að mestu bókhaldsskjöl er varða smíði og útgerð trillubátanna tveggja, Þorsteins RE 253 og Þorsteins II. RE 253, árin 1954-1973 eða þau ár sem Diðrik Jónsson (1914-2003), Bragi Guðnason (1931-) og Geir Guðjónsson áttu bátana.

Heimildir:

Jón Björnsson: Íslensk skip. 3. bindi. Reykjavík 1990, bls. 138.

Morgunblaðið 22. maí 1975, bls. 32.

BSR. Þorsteinn RE 253 – einkaskjalasafn nr. 299. Askja 1. Smíði trillubátana Þorsteinn RE 253 eftir Svanhildi Bogadóttur 2005.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Diðrik Jónsson (1914-2003)
Flokkun
Flokkur Fyrirtæki
Útgáfuár 2006
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð Trillubátar, sjómennska, útgerð