Átak í söfnun skjala íþróttafélaga og um íþróttastarf í Reykjavík

Í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur sambandið og Félag Héraðsskjalavarða á Íslandi hafið samstarf um söfnun og skráningu á íþróttatengdum skjölum eins og  sendibréfum, ljósmyndum, myndböndum, fundargerðum,  mótaskrám, félagaskrám, bókhaldi og merkjum. Það er vel við hæfi nú þegar 100 dagar eru í Ólympíuleikana í London.

Skjalasöfn íþróttafélaga eru frumheimildir og vitnisburður um starfsemi þeirra; hvaða hugsjónir voru að baki, um barráttuna, þrotlausar æfingar til að ná árangri, töp og glæsta sigra, dugnað og elju einstakra einstaklinga við uppbyggingu félaganna, oft í ólaunuðu sjálfboðaliðastarfi. Mikilvægt er að skjalasöfn íþróttafélaganna glatist ekki, heldur séu varðveitt tryggilega og aðgengilega á skjalasöfnum landsins.

Íþróttahreyfingin og héraðsskjalasöfnin taka nú höndum saman og hvetja bæði forsvarsmenn íþróttafélaga, íþróttahéraða og þá aðila sem hafa unnið í íþróttahreyfingunni að kíkja upp á háaloft eða í kassann í kjallaranum og koma því á réttan stað.   Helsta markmið með þessu átaki er að gögnin sé skráð á réttan stað og ekki síst geymd á öruggum stað.

Héraðsskjalasöfn, sem eru 20 á Íslandi, eru sjálfstæðar skjalavörslustofnanir á vegum sveitarfélaga. Alls eru 25 íþróttahéruð á landinu, eða 7 íþróttabandalög og 18 héraðssambönd. Íþróttafélög og þeir sem hafa undir höndum skjöl tengdum íþróttum, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn héraðsskjalasafna í byggðalagi sínu. Nánari upplýsingar um þau má sjá á vefnum www.heradsskjalasafn.is.

Þeir aðilar sem hafa undir höndum skjöl um íþróttastarf sem ættu heima á Borgarskjalasafni, eru beðnir að hafa samband við safnið eða koma með skjölin á staðinn.  Best er að ganga frá skjölunum eða koma þeim til safnsins í upprunalegri röðun. Borgarskjalasafn er til húsa á 3. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sími safnsins er 411 6060 og netfang borgarskjalasafn@reykjavik.is.  

Eftirfarandi íþróttafélög í Reykjavík hafa afhent Borgarskjalasafni Reykjavíkur skjöl sín til varðveislu. Hægt er að skoða skrár yfir skjölin með því að smella á nafn félags:

 Badmintonsamband Íslands

Dansfélag Reykjavíkur - Dansíþróttafélagið Gulltoppur

Golfklúbbur Reykjavíkur

Handknattleiksráð Reykjavíkur 

Hestamannafélagið Fákur

 Hjólreiðafélag Reykjavíkur

 Íþróttabandalag Reykjavíkur - ÍBR 

 Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík 

Íþróttafélag heyrnarlausra 

Íþróttafélag kvenna 

Íþróttafélag Reykjavíkur - Í.R. 

Íþróttafélagið Fylkir 

Íþróttafélagið Ösp 

Íþróttavöllurinn í Reykjavík - Íþróttasamband Íslands 

 Knattspyrnufélag Reykjavíkur 

Knattspyrnufélag SVR 

Knattspyrnufélagið Valur 

Knattspyrnufélagið Víkingur 

Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey 

Skíðafélag Reykjavíkur 

Skíðafélagið Eldborg 

 Skylmingafélagið Gunnlogi  

 Svifflugfélag Íslands 

BR - Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur 

 Ungtemplarafélagið Hrönn 

Þá hafa borist eftirfarandi söfn tengd íþróttamönnum eða íþróttum.

Axel Andrésson (1895-1961) 

Ellen Sighvatsson (1909-2001) 

Eyjólfur Jónsson sundkappi (f. 1925) 

Gísli Halldórsson, arkitekt og borgarfulltrúi Reykjavíkur