Borgarskjalasafn fær einkaskjalasafn Ólafs Thors til varðveislu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, veitti einkaskjalasafni Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, viðtöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag.  Guðrún Pétursdóttir og Ólöf heitin systir hennar gefa Reykjavíkurborg safnið í minningu foreldra sinna, Mörtu Thors og Péturs Benediktssonar.

Í skjalasafni Ólafs er að finna heimildir sem spanna það tímabil þegar Ísland var að mótast sem sjálfstætt ríki – frá lokum 19.aldar fram yfir miðja 20.öld.  Hér er um að ræða 72 öskjur með bréfum, blaðagreinum, ræðum, úrklippum, og minnispunktum frá langri ævi mikils athafna- og stjórnmálamanns, sem stöðugt var í sambandi við fjölda fólks. Auk ritaðra heimilda fylgir mikið safn ómetanlegra ljósmynda úr lífi Ólafs sem stjórnmála- og fjölskyldumanns auk kvikmynda og hljóðskráa þar sem heyra má Ólaf sjálfan tala og hafa sumar þeirra ekki heyrst opinberlega fyrr. Allt safnið er skráð rafrænt og því tilbúið til notkunar.  

Gjöfinni fylgir ítarleg vefsíða um Ólaf Thors, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, opnaði formlega við athöfnina í dag. Slóðin er www.olafurthors.is

Borgarstjóri þakkaði fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem skjalasafnið væri. „Það er augljóst að svona viðamikið skjalasafn geymir mikilvægar heimildir, um stjórnmála- og atvinnusögu Reykjavíkur og Íslands á 20. öld, sem jafnt fræðimenn og almenningur hafa nú færi á að kynna sér.