Dagur eineltis

Í dag er dagur eineltis og hefur það ratað í samræður starfsmanna safnsins. Hvenær varð þetta orð til? Hvað var þetta kallað fyrir 100 árum? Við fundum ekkert í leit í skjalasafninu enda eru kannski ekki mikið um skriftir um það sem í dag væri kallað einelti. 

Við köllum hérmeð eftir sögum um þetta þjóðfélagsmein. Voru ekki til orð yfir þetta því fólk var almennt harðara af sér? Urðu þeir sem voru minnimáttar bara að bíta í það súra epli að vera úthúðað af náunganum? Hvernig var þetta? Veistu það? Endilega komdu á Facebook og deildu með okkur því sem þú hefur heyrt.

Og við erum sammála að þessi dagur ætti að heita dagur gegn einelti...ekki dagur eineltis því sumir gætu einfaldlega ruglast.