Frágangur skjala til Borgarskjalasafns – af gefnu tilefni

Undanfarið hefur aukist að afhendingarskyldir aðilar hafi sent nýleg skjöl til Borgarskjalasafns, sem hafa verið með öllu óflokkuð, ófrágengin og óskráð. 

Því er ítrekað að skjöl eiga að afhendast skráð og frágengin.

Senda þarf skjalaskrár til safnsins áður en afhendingardagsetning er ákveðin. Skrárnar sendist á borgarskjalasafn@reykjavik.is og þarf að samþykkja þær skriflega og ákveða afhendingardag í framhaldi af því.

Gjald er tekið fyrir hverja öskju skjala sem eru yngri en 10 ára, skv. nánari ákvörðun.

Best er að afhenda öll skjöl frá ákveðnu tímabili, til dæmis 5 ár.

Nr. 573/2015 Reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila

Nr. 85/2018 Reglur um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila