Góð aðsókn að jólakortavef Borgarskjalasafns

Jólakortavefur Borgarskjalasafns fór í loftið í lok nóvember og hafa verið yfir 50.000 flettingar á honum frá þeim tíma.

Á vefnum eru fjölmörg jólakort frá fyrri hluta 20. aldar sem hægt er að senda á vefnum sér að kostnaðarlausu. Kortin eru krúttleg og gamaldags, flest frá fyrri hluta 20. aldar og hægt að senda með jólakveðju á yfir 25 tungumálum.

Jólakortin eru úr stóru póstkortasafni Sveinbjörns Jónssonar sem Kristín S. Árnadóttir afhenti safninu vorið 2004 og spannar kortasafnið alla 20. öldina.

Nú er hægt að senda einnig nýárskveðjur gegnum vefinn með gömlum kortum sem varðveitt eru á Borgarskjalasafni.