Heimsókn frá borgarskjalasöfnum í Suður-Kína

Miðvikudaginn 4. júlí komu góðir gestir í heimsókn í Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Um var að ræða hóp starfsmanna frá Borgarskjalasöfnum í Suður – Kína. Var hópurinn í þekkingarheimsókn til Reykjavíkur og var þeim boðið upp á fyrirlestur um safnið og helstu áherslur í starfi þess.

Var heimsóknin hin fróðlegast og ánægjulegast fyrir báða aðila og vonandi mun heimsókn sem þessi leiða til frekari samstarfs milli þjóðanna. Hér á myndinni fyrir neðan má sjá Svanhildi Bogadóttur borgarskjalavörð ásamt kínversku gestunum