Málþing um frumvarp að nýjum upplýsingalögum, þriðjudaginn 10. maí kl. 10 - 12.

Félag um skjalastjórn í samstarfi við Borgarskjalasafn Reykjavíkur stendur fyrir málþingi um frumvarp að nýjum upplýsingalögum, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, þriðjudaginn 10. maí nk. kl. 10.00 til 12.00. Í frumvarpinu eru einnig lagðar til töluverðar breytingar á lögum um Þjóðskjalasafn.

Meðal breytinga skv. frumvarpinu er að gildissvið upplýsingalaga verður víkkað með þeim hætti að þau taki til fleiri aðila en nú er. Einnig verður hægt er að skilgreina fleiri skjöl sem vinnuskjöl, stjórnvöld geta lokað ákveðnum skjölum í lengri tíma og að þjóðskjalavörður getur lokað ákveðnum skjölum í 110 ár.  

Dagskrá:

Elín Ósk Helgadóttir, lögfræðingur hjá forsætisráðuneyti: „Er frumvarp til upplýsingalaga til þess fallið að auka upplýsingarétt almennings?"

Eiríkur G. Guðmundsson, sviðsstjóri upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands: „Aukið aðgengi?"Sigurður Már Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands

Sigurður Már Jónsson, frá Blaðamannafélag Íslands: „Allt upp á borðið"

Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður: „Í þágu almannahagsmuna"

Pallborðsumræður

Málþingið verður haldið eins og áður sagði þriðjudaginn 10. maí nk.í fyrirlestrarsal Borgarskjalasafns í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð og hefst kl. 10.00.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.