Nýjar leiðir fyrir einfaldara og greiðara grisjunarferli námsmatsgagna

Að beiðni Þjóðskjalasafns Íslands hefur Borgarskjalasafn Reykjavíkur farið yfir drög að reglum um grisjun námsmatsgagna.

Námsmatsgögn er umfangsmikill skjalaflokkur sem myndast á öllum skólastigum og hefur takmarkað upplýsingagildi þegar kærufrestir eru liðnir.

Að mati Borgarskjalasafns er hér verið að stíga áhugaverð skref til framtíðar að lausn sem leiðir til einfaldara og greiðara eyðingarferli. 

Það er mikilvægt að umræddar reglur séu aðlagaðar að pappírslausri skjalavörslu og ferlið við eyðingu þeirra geti farið fram í stafrænu umhverfi án þess að slakað sé á kröfum um skráningu þeirra skjala sem er eytt. 

Umsögn Borgarskjalasafnsins má lesa hér.