Skjalaskrá

Skjalaskrá

Guðrún Pétursdóttir afhenti Borgarskjalasafni Reykjavíkur til eignar og varðveislu einkaskjalasafn Ólafs Thors miðvikudaginn 28. október 2009 og tók borgarstjóri Hanna Birna Kristjánsdóttir á móti því fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Safnið var afhent rafrænt skráð og frágengið í arkir og öskjur. Safninu fylgir ítarleg vefsíða um Ólaf Thors www.olafurthors.is sem vistuð er á vegum Borgarskjalasafns Reykjavíkur, sem sér um hýsingu hennar og uppfærslu.

Einnig fylgir gjöfinni safn ljósmynda sem varða líf og störf Ólafs Thors og verður það varðveitt hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Reykjavíkurborg og stofnunum hennar er heimilt að nota myndirnar án endurgjalds. Einnig geta þeir sem hyggjast nota myndirnar til fræðslu- og útgáfustarfa fengið afnot af myndunum án endurgjalds, en ber að virða höfundarrétt ljósmyndara.

Í einkaskjalasafninu eru:

  1. Bréf, handrit, minnisblöð, blaðaúrklippur og önnur skjöl sem Ólafur Thors lét eftir sig og
    Pétur Benediktsson tengdasonur hans erfði og varðveitti.
  2. Upptökur á segulböndum, myndböndum, lakkplötum og CD diskum með góðfúslegu
    leyfi útgefanda.
  3. Safn ljósmynda sem varða Ólaf Thors.
  4. Bréf, skjöl og annað efni varðandi Ólaf Thors sem bætt hefur verið við safnið eftir
    daga Ólafs Thors.

Það er Borgarskjalasafni Reykjavíkur heiður og ánægja að hafa fengið einkaskjalasafn Ólafs Thors til varðveislu. Bæði gefendur og starfsmenn safnsins vonast til að það megi nýtast vel við rannsóknir á sögu lands og þjóðar.

Reykjavík, 28. október 2009
Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður.

Skjalaskrá (PDF 0,53MB)

Ljósmyndaskrá (PDF 152KB)

Um skjalasafnið     Aðgengi að safninu     Tilvitnanir