Senda fyrirspurn

Hér er hægt að leita af skjölum í skjalaskrá Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Skjalaskrárnar eru góð leið til þess að hefja leit í safnkosti Borgarskjalasafns. Hægt er að nota leitarhnappinn á síðunni og setja þar inn t.d. nafn skjalamyndara hvort sem það sé einstaklingur, fyrirtæki, félagsamtök eða ein af stofnunum borgarinnar. Einnig er hægt að láta reyna á víðfemri leitarorð til dæmis íþróttirlistir eða menntamál svo dæmi séu tekin. Ef þú finnur það sem þú ert að leita að og óskar eftir að skoða skjölin nánar er hægt að óska eftir því í fyrirspurnarforminu. Veljið það sem á við úr fellilista ásamt því að tilgreina nafn skjalamyndara og númer öskju ásamt þeim degi ef þú hyggur að koma í heimsókn á lesstofuna okkar að Tryggvagötu 3. 

Í fellilistanum er boðið upp á fleiri valmöguleika svo sem lóðarleigusamninga og bygginanefndarskjöl, eigin trúnaðargögn o.s.frv. sjá nánar hér fyrir neðan.

Vinsamlegast tilgreinið fyrirspurn ykkar með skýrum hætti. 

Hér skal tilgreina nánar efni gagnafyrirspurnar t.d. er verið að biðja um afrit af skattframtölum, greiningum, sálfræðiskýrslum, barnaverndarmálum ofl. Hér skal einnig veita frekari upplýsingar ef við á, t.d. nöfn og kt. foreldra/kjörforeldra, búsetu, skólagöngu og tímabil gagna sem óskað er eftir aðgangi að.

Gögnin verða send rafrænt nema annars sé óskað. 

Afhending gagna