Borgarskjalasafn Reykjavíkur afgreiðir rafrænar fyrirspurnir úr pappírssafnkosti safnsins áður en þau flytjast til Þjóðskjalasafns Íslands. Áætlað er að lokið verði við að færa stærsta hluta safnkostsins þann 1. mars 2026. Ábyrgð á afgreiðslu úr honum færist yfir til Þjóðskjalasafns um leið og gögnin eru komin þangað og ef svo er, verður fyrispurn þín framsend til Þjóðskjalasafns til afgreiðslu.Hér er hægt að leita af skjölum í skjalaskrá Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Hægt er að nota leitarhnappinn á síðunni og setja þar inn t.d. nafn skjalamyndara hvort sem það sé einstaklingur, fyrirtæki, félagsamtök eða ein af stofnunum borgarinnar. Einnig er hægt að láta reyna á víðfemri leitarorð til dæmis íþróttir, listir eða menntamál.
Í fellilistanum er boðið upp á fleiri valmöguleika svo sem lóðarleigusamninga og bygginanefndarskjöl, eigin trúnaðargögn o.s.frv. sjá nánar hér fyrir neðan.
Vinsamlegast tilgreinið fyrirspurn ykkar með skýrum hætti.
Gögnin verða send rafrænt nema annars sé óskað.