Lesstofa og gjaldskrá.

Lesstofu Borgarskjalasafns Reykjavíkur hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Áfram er hægt að senda fyrirspurnir hér  og verður öllum fyrirspurnum svarað.

Tekið er gjald fyrir ljósritun skjala samkvæmt gjaldskrá.

Ljósrit / skönnun:

A4 og A3 100.- krónur

A2 og stærri 250.- krónur

Skattframtal* 1000.- krónur

Eftirtaka af skjali eða mynd 1500.- krónur

Umsýslugjald 1500.- krónur

Eftirfarandi reglur gilda um notkun skjala á lesstofu Borgarskjalasafns.

1. Óskað er eftir því að gestir riti við komu nöfn sín í gestabók safnsins sem liggur frammi. Gestum er bent á fataslá fyrir yfirhafnir. Gestir skulu snúa sér til skjalavarðar í afgreiðslu með fyrirspurnir sínar og hlíta fyrirmælum hans.

2. Óheimilt er að vera með töskur, poka og eigin bækur á borðum. Heimilt er að hafa á borðum skrifblokkir, pappír, minnisbækur og skriffæri. Æskilegt er að blýantur sé notaður í stað penna.

3. Notkun gsm síma er bönnuð á lesstofu. Ef gestir þurfa að tala í gsm síma er æskilegt að það sé gert lágstemmt frammi í afgreiðslunni eða í stigagangi.

4. Neysla matar og drykkjar er óheimil á lesstofu. Reykingar eru stranglega bannaðar innan veggja safnsins.

5. Gestir skulu hafa hljótt um sig og eru beðnir að valda ekki öðrum ónæði.

6. Bannað er að skrifa í bækur og skjöl eða merkja á nokkurn hátt. Óheimilt er að fylgja línum með fingri, penna- og blýantsoddi. Gögnin eru heldur ekki ætluð sem undirlag við lestur eða skriftir.

7. Ekki má láta bækur hvíla á borðbrún eða liggja í kjöltu sér. Slíkt veldur skemmdum á bókarkili eða blöðum þegar flett er. Skylt er að sýna fyllstu aðgát og tillitssemi í meðferð bóka og skjala og hafa hreinlæti og snyrtimennsku ætíð í heiðri.

8. Hver gestur fær að öllu jöfnu mest lánaðar 3 bækur, böggla eða öskjur í senn. Skjölum í skjalabögglum skal halda í sömu röð og þegar þeir eru afhentir.

9. Pantanir verða ekki afgreiddar eftir að hálftími er til lokunar. Gögnum skal skilað til skjalavarðar á lesstofu eigi síðar en 10 mínútum fyrir lokun.

10. Leita skal heimildar skjalavarðar fyrir ljósritun og skal hann almennt sjá um hana. Gjaldskrá fyrir ljósritun liggur frammi.

11. Við tilvitnanir í gögn fengin á Borgarskjalasafni, skal safnsins getið og vitnað í gögnin í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð.

12. Sé ákvæða þessara ekki gætt, má neita viðkomandi mönnum um afnot af safninu.

*fyrir hvert skattframtal