Nánar um fjölskyldu

Foreldrar:
Benedikt, f. 2. desember 1877, d. 16. nóvember 1954, Sveinsson Víkings Magnússonar gestgjafa og söðlasmiðs á Húsavík, f. 19. júní 1846, d. 8. febrúar 1894, og konu hans Kristjönu Guðnýjar Sigurðardóttur, húsfreyju og ljósmóður, f. 15. febrúar 1845, d. 17. júní 1904.

Guðrún, f. 9. nóvember 1878, d. 23. nóvember 1963, Pétursdóttir, Kristinssonar útvegsbónda í Engey, f. 30. júní 1852, d. 5. desember 1887, og konu hans Ragnhildar Ólafsdóttur húsfreyju, f. 11. mars 1854, d. 7. maí 1928.

Fyrri eiginkona (12. október 1935): Valgerður, f. 31. janúar 1913, d. 11. mars 1936, Tómasdóttir Tómassonar forstjóra í Reykjavík, Jónssonar bónda í Miðhúsum í Hvolhreppi, f. 2. janúar 1888, d. 9. nóvember 1978 og fyrstu konu hans, Ingibjargar Hjartardóttur Jónssonar á Steinum í Reykjavík, f. 10. október 1890, d. 5. febrúar 1970.

Síðari eiginkona (18. desember 1943): Sigríður, f. 1. nóvember 1919, d. 10. júlí 1970, Björnsdóttir Jónssonar skipstjóra í Ánanaustum í Reykjavík, Björnssonar útvegsbónda á sama stað, f. 6. júlí 1880, d. 9. ágúst 1946 og konu hans Önnu Pálsdóttur frá Neðradal í Biskupstungum, f. 17. september 1888, d. 6. des. 1961.

Börn Bjarna og Sigríðar:
Björn, f. 14. nóvember 1944, eiginkona Rut Ingólfsdóttir.
Guðrún, f. 13. júní 1946, eiginmaður Hrafn Þórisson.
Valgerður, f. 13. janúar 1950, eiginmaður Kristófer Már Kristinsson.
Anna, f. 18. júní 1955, eiginmaður Hanspeter Born.