Maður í mótun

Bjarni Benediktsson lauk barnaskólaprófi frá Barnaskóla Reykjavíkur vorið 1920. Sama ár þreytti hann inntökupróf í gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík og hóf síðan nám við skólann að hausti. Bjarni var þá aðeins 12 ára gamall og var því tveimur árum yngri en bekkjarfélagarnir. Tveimur árum síðar hóf hann nám við lærdómsdeild skólans og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1926. Síðan lá leið hans í lagadeild Háskóla Íslands og lauk hann lögfræðiprófi árið 1930, 22 ára gamall.

Einkunnabækur Bjarna Benediktssonar árin 1918-1923

Bjarni var ekki hár í loftinu þegar hann hóf að útbúa handskrifuð og myndskreytt tímarit í vasabroti. Elsta eintakið sem varðveist hefur nefnist Örninn og er frá árinu 1916 þegar Bjarni var 8 ára, en einnig hafa varðveist eintök af ritum sem hann nefndi Björninn og Fálkinn og eru frá árunum fram til 1920. Í tímaritunum er fjölbreytt efni og má þar nefna greinar, fréttir, skrýtlur og þrautir.

Örninn Handskrifað tímarit Bjarna Benediktssonar frá 1916.

Björninn Handskrifað tímarit Bjarna Benediktssonar frá 1920

Í safni Bjarna Benediktssonar er töluvert magn af stílabókum og vinnubókum Bjarna frá menntaskóla- og háskólaárum. Frá menntaskólaárum Bjarna hafa meðal annars varðveist íslenskir stílar og ritsmíðir sem endurspegla áhugasvið og skoðanir hins upprennandi stjórnmálamanns.
Íslenskir stílar ritaðir af Bjarna Benediktssyni í V. bekk B MR 1924-1925.
Íslenskar ritsmíðir gjörðar af Bjarna Benediktssyni í VI. bekk B MR 1925-1926.

Bjarni hélt dagbækur á árabilinu 1926-1929 sem gefa glögga mynd af lífi hans á háskólaárunum og eru jafnframt ómetanlegar heimildir um tíðarandann í Reykjavík á þessum tíma. Eftirfarandi heimildir varpa ljósi á mótunarskeið eins helsta stjórnmálaskörungs landsins á 20. öld.
Dagbók Bjarna Benediktssonar árið 1926
Dagbók Bjarna Benediktssonar árið 1927
Dagbók Bjarna Benediktssonar árið 1928
Dagbók Bjarna Benediktssonar árið 1929 (hluti af dagbók)