Aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO) var eitt umdeildasta ágreiningsmálið á pólitískum vettvangi hér á landi á síðustu öld. Þann 30. mars 1949 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um aðild Íslands að varnarbandalaginu. Í kjölfarið brutust út hatrammar óeirðir á Austurvelli sem lyktuðu með því að lögregla skarst í leikinn og dreifði mannfjöldanum með táragasi.
Atlantshafssáttmálinn tók formlega gildi þann 4. apríl 1949 er hann var undirritaður við hátíðlega athöfn í Washington, DC. Bjarni Benediktsson undirritaði sáttmálann fyrir Íslands hönd sem þáverandi utanríkisráðherra. Í einkaskjalasafni Bjarna er að finna afar áhugaverðar heimildir um aðdragandann að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Ber þar hæst minnisblöð og minnispunkta utanríkisráðherra.
Aðdragandi að inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO)
Þingumræður um aðild Íslands að Norður-Atlantshafssáttmálanum
Samþykki Alþingis á aðild Íslands að Norður-Atlantshafssáttmálanum 30. mars 1949
Undirritun Norður-Atlantshafssáttmálans í Washington, DC 4. apríl 1949
Hljóðskrá með ræðu Bjarna Benediktssonar 4. apríl 1949
Frekara lesefni um NATO má finna á vefslóðinni
http://www.mbl.is/serefni/nato