Brunavirðingar

Vissir þú að...Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir brunavirðingar allra samþykktra húsa í Reykjavík frá árunum 1811–1981?

Brunavirðingar húsa hafa að geyma upplýsingar um gerð þeirra. Svo sem byggingarefni sem notuð voru í húsin, upprunalegt útlit þeirra, herbergjaskipan, stærð, innréttingar og margt fleira. Brunavirðingar hafa ekki einungis sögulegt gildi því virðingarnar geta nýst til dæmis þeim sem óska eftir því að fá séreign samþykkta sem íbúð eða til að endurgera eldri hús í upprunalegt horf.

Smellið á skjalið til að stækka.

Skjal 1.1 Registur brunavirðinga

 

  • Hvert brunavirt hús var fært inn í registur eins og skjal 1.1 sýnir.
  • Hvert hús fékk hlaupandi númer sem sjá má á vinstri spássíu. Mjóstræti 10 var úthlutað númerinu 506.
  • Á hægri spássíu má sjá dagsetningu hvenær brunavirðing hússins var fyrst gefin út og svo koll af kolli.
  • Fyrsta brunavirðing að Mjóstræti 10 var gefin út 18. ágúst 1898.

Fyrsta brunavirðing Mjóstrætis 10 frá 1898

Skjal 1.2 

Skjal 1.3

Á brunavirðingunni má sjá lýsingu hússins, bæði ytra byrði sem og innra byrði;

  • ...Ár 1898, hinn 18. ágúst samkvæmt beiðni Jóns Torfasonar, virt hús það, tvíloptað sem hann hefur byggt við Mjóstræti.
  • ... Hús þetta er byggt af bindingu stælt utan með lausheftum.
  • ...Niðri í húsinu eru 3 herbergi auk eldhús með tvöföldum loptum allt þiljað og málað. Þar eru 2 ofnar og 1 eldavjel. Uppi eru einnig 3 herbergi auk eldhús með einfoldum loptum sem allt er þiljað og málað. Þar eru 2 ofnar og 1 eldavjel.

Um að gera að spreyta sig á lestri brunavirðingarinnar en fyrir þá sem treysta sér ekki til þess er hægt að finna textann uppskrifaða hér.

Brunavirðing Mjóstrætis frá árinu 1942. 

Skjal 1.4

Skjal 1.5

Húsin sem hafa verið byggð að Mjóstræti 10 eiga sér langa sögu og hafa þau tekið miklum breytingum í áranna rás eins og sjá má á brunavirðingum þess.

Allar brunabótavirðingar húsa í Reykjavík eru aðgengilegar á vefsíðu Borgarskjalasafns. Ef þig langar að vita meira um innra og ytra byrði húsanna að Mjóstræti, eða fletta upp öðrum húsum Reykjavíkurborgar, er hægt að grúska í brunavirðingum hér.  

Ef þig langar til að skoða teikningar af Mjóstræti 10 á teikningavef Reykjavíkurborgar er hægt að nálgast teikningar af húsunum hér.

Til baka                                                                                                                                                                                                               Íbúaskrár / Manntöl