Manntalsspjöld

Vissir þú að... Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir manntalsspjöld nær allra þeirra sem búsettir voru í Reykjavík á einhverjum tímapunkti, bæði Íslendinga og útlendinga, á árunum 1920–1987?

Er hægt að leita eftir búsetu einstaklinga í Reykjavík ef aðeins nafn er fyrir hendi?

Í stuttu máli, já. Á árunum 1920–1987 var búseta Reykvíkinga skráð á manntalsspjöld af Manntalsskrifstofu Reykjavíkur. Hver íbúi Reykjavíkur, eldri en 15 ára, fékk spjald eða spjöld með nafni sínu þar sem búseta var skráð. Mikið af sambærilegum upplýsingum og er í íbúaskrám er að finna á manntalsspjöldunum en til viðbótar má finna upplýsingar um kosningarrétt, árstekjur, eignir o.s.frv. Misjafnt er þó hversu ítarlegar upplýsingarnar eru skráðar. 

Hér er dæmi um hvernig manntalsspjöld líta út. Þetta eru manntalsspjöld hjónanna Ágústs Jónssonar og Maríu Mögdu sem búsett voru að Mjóstræti 10. 

Smellið á skjalið til að stækka.

Manntalsspjöld Ágústar Jónssonar. 

 

 

Skjal 1.1

Skjal 1.2

Manntalsspjöld Mögdu Maríu.

Skjal 1.3

Skjal 1.4

Manntalsspjöldin eru ekki aðgengileg á netinu en hægt er að senda fyrirspurn hér ef þig langar að vita meira. Til að auðvelda leit í manntalsspjöldum er gott að hafa til staðar fullt nafn, fæðingardag einstaklings og dánarár (ef við á).  

Til baka                                                                                                                                                                                                                    Einkaskjalasafn