Skjalaskrár

Undir flipanum Skjalaskrár er hægt að nálgast skjalaskrár þeirra skjalasafna sem Borgarskjalasafn verðveitir. Þar má nálgast skjöl stofnanna borgarinnar sem og einkaskjalasöfn einstaklinga, félaga og fyrirtækja. 

Opinber skjalasöfn: Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og mynda þau meginstofn safnsins. Almennt eru skjölin afhent safninu þegar þau eru 20 ára gömul, en í sumum tilfellum eru þau yngri. Dæmi um þau opinberu skjöl sem varðveitt eru á Borgarskjalasafni eru fundargerðir allra nefnda og stjórna borgarinnar, bréfa- og málasöfn stofnana borgarinnar og prentað mál stofnananna, manntöl og íbúaskrár, skattaskrár- og fasteignaskrár og upplýsingar um öll hús og lóðir í Reykjavík frá því um 1820 og fram til dagsins í dag.

Einkaskjalasöfn: Safnið varðveitir skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja í Reykjavík. Mikilvægt er að fyrirtæki haldi skjölum sínum til haga, því þau eru heimildir um atvinnusögu Reykjavíkur. Skjölin rekja sögu fyrirtækisins og geta haldið nafni þess á lofti. Af skjölum frá félögum má nefna fundargerðabækur, félagatöl, sjóðsbækur, bókhaldsgögn, bréfasöfn, ljósmyndir, bæklingar og fréttabréf.

Hér er hægt að senda inn frekari fyrirspurn varðandi afgreiðslu á skjölum. 

SKJALASKRÁR