Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Brandur Tómasson og Jónína M. Gísladóttir |
Númer | E-449 |
Lýsing | Brandur Tómasson fæddist á Hólmavík 21. september 1914. Foreldrar hans voru Ágústa Lovísa Einarsdóttir, húsfreyja og kennari, (f. 1879 – d. 1941) og Tómas Brandsson bóndi og verslunarmaður (f. 1883 – d. 1966). Systur hans voru þær Valgerður (f. 1913 – d. 2000), Kristín (f. 1916 – d. 2013) og Elsa (f 1920 – d. 1998). Þann 12. júlí árið 1942 kvæntist Brandur Jónínu Margréti Gísladóttur af Bergsætt, fædd 6. mars 1921 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Grímheiður Elín Pálsdóttir, húsfreyja (f. 1895 – d. 1986) og Gísli Jóhannsson iðnaðar- og sjómaður (f. 1891 – d. 1978). Brandur og Jónína eignuðust fimm börn: Grímur Heiðar fæddur 1942, Tómas Jón fæddur 1946, Ágústa Lovísa fædd 1949, Garðar Páll fæddur 1953, dáinn 1984 og Guðbrandur Gísli fæddur 1966. Brandur lauk burtfararprófi í vélsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1937 og sveinsprófi í sömu grein ári síðar frá Landssmiðjunni. Hann stundaði nám í flugvirkjun frá Lufthansa í Þýskalandi og lauk prófi hjá þýska loftferðaeftirlitinu í Berlín árið 1938. Brandur hóf störf hjá Flugfélagi Akureyrar síðar saman ár. Hann tók meistarapróf í vélvirkjun árið 1941 og meistarapróf í flugvirkjun árið 1953. Hann var yfirflugvirki hjá Flugfélagi Íslands um 30 ára skeið og vann síðan almenn flugvirkjastörf hjá Flugvélagi Íslands og síðar Flugleiðum í 18 ár. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir flugvirkjastörf 1983. Hann hætti störfum hjá Flugleiður árið 1986. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. júní 1995. Jónína M. Gísladóttir lést 2. september 2011. Grímur sonur Brands Tómassonar og Jónínu M. Gísladóttur kom með albúm í Borgarskjalasafn Reykjavíkur, 10. mars 2011. Sigríður Ágústsdóttir kom með viðbót við safnið 18. apríl 2011. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-449 Brandur Tómasson (1914 - 1995) og Jónína M. Gísladóttir (1921 - 2011) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Einstaklingar |
Útgáfuár | 2011 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | karl, kona, hjón, tækifæriskort, ævisaga. |