Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Davíð Logi Sigurðsson |
Númer | E-581 |
Lýsing | Davíð Logi Sigurðsson er fæddur 1972. Hann er sonur Sigurðar Eiríkssonar, bankamanns, fæddur 1930 og látinn 1993 og Elínar Klöru Davíðsdóttur, bankamanns, fædd 1936. Davíð Logi er með BA í sagnfræði frá HÍ 1996, MA í írskum fræðum frá Queen´s University Belfast 1997. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu 1998-2007 og starfað því næst hjá Palestínuflóttamannahjálp SÞ (UNRWA) í Líbanon og Jerúsalem 2008-2012. Eftir það starfaði Davíð Logi hjá utanríkisráðuneytinu 2012-2012, í höfuðstöðvum SÞ í New York 2013-2015 og aftur hjá utanríkisráðuneytinu frá 2015. Davíð Logi hlaut blaðamannaverðlaunin 2006 fyrir skrif um fangabúðirnar í Guantanamo og um verkefni Íslensku friðargæslunnar. Davíð Logi komst yfir sendibréfin þegar faðir hans dó og taldi að þar væru tiltækar heimildir til að nota í greinarskrif, sem varð raunin. Greinin birtist 1996 í tímaritinu Ný saga og fylgir hún með í skjalasafinu. Bréfin eru flest til Sigurðar Eiríkssonar, föður Davíðs Loga, þegar Sigurður var fluttur á mölina. Davíð Logi naut liðsinnis Ragnhildar Eiríksdóttur föðursystur sinnar sem gat veitt upplýsingar um fólkið sem skrifaði bréfin. Davíð Logi segir m.a. í greininni: „Bréfin sem hér birtast eru um margt ósköp venjuleg bréf frá ættingjum og vinum en það sem gerir þau áhugaverð eru þær vísbendingar sem þau gefa um hversu mikið íslenskt þjóðfélag hefur breyst á þessum tæplega fimmtíu árum. Á einum mannsaldri hafa samgöngur og póstþjónusta tekið stakkaskiptum, auk þess sem haftasamfélagið er fyrir löngu liðið undir lok…“ Ný saga, 1996. Innihald: Sendibréf, bréfaskrá yfir sendendur bréfanna o.fl. Tími: 1948-1962 |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-581 Davíð Logi Sigurðsson (1972) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Einstaklingar |
Útgáfuár | 2015 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | karl, sagnfræði, blaðamaður, bréf, Umbinn í borginni. |