Lýsing |
Garðar Svavarsson var fæddur 8. september 1906, að Búðum í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru hjónin Svavar Sigurbjörnsson (1877-1938) kaupmaður þar og síðar verslunarmaður í Reykjavík og Jóna Bjarnadóttir (1884-?).
Úr barnaskóla lá leið hans í Menntaskólann í Reykjavík og varð hann stúdent 30. júní 1927. Þaðan fór hann í Guðfræðideild og lauk guðfræðiprófi 14. febrúar 1933. Síðan tók við framhaldsnám í trúfræði við Uppsalaháskóla veturinn 1933-1934. Garðar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, 16. september 1933, var Hanna Brynjólfsdóttir, fædd 6. mars 1910, dáin 8. mars 1989. Börn þeirra eru: Örn Svavar 1934, Jóna 1944 og Gylfi 1947. Seinni kona Garðars, 19. júlí 1952, var Vivan Signe Aurora fædd Holm, fædd 25. desember 1910, dáin 22. janúar 2011.Garðar var settur sóknarprestur í Hofsprestakalli í Álftafirði 22. mars 1933 og sat á Djúpavogi. Fékk lausn frá því embætti 21. apríl 1937 og fluttist til Reykjavíkur. Gegndi preststörfum í Reykjavík frá október 1936 og starfaði sem aukaprestur í Dómkirkju- söfnuðinum frá 23. apríl 1938. Árið 1940 var Garðar kosinn sóknarprestur í hinu nýja Laugarnesprestakalli. Honum var veitt embættið frá 7. janúar 1941 og starfaði þar til7. september 1976. Þá voru embættisár hans orðin 43.Hann var einnig kristindómskennari við Málleysingjaskólann í Reykjavík frá 1942, stundakennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur frá 1943 og í stjórn prestafélags Suðurlands 1942. Garðar Svarvarsson lést 9. maí 1984.
Heimild: Guðfræðingatal 1847-1976, bls. 116-117 og minningargreinar í Morgunblaðinu, 17. maí 1984 og http://gardur.is
Tímabil: líklega 1936 til 1976. |