Gísli Ólafsson

Nánari upplýsingar
Nafn Gísli Ólafsson
Númer E-44
Lýsing

Gísli Ólafsson bakarameistari lést á Borgarspítalanum árið 1991, 93 ára að aldri.

Gísli fæddist að Gamla Hrauni við Eyrabakka 21. nóvember 1898. Foreldrar Gísla voru hjónin Ólafur Árnason sem stundaði sjómennsku frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn og Guðrún Gísladóttir.

Á Eyrarbakka kynntist Gísli fyrst barkaraiðninni en hélt svo tilReykjavíkur til frekara náms hjá dönskum bakara Valdemar Petersen sem rak bakarí á horni Laugavegs og Frakkastígs. Sveinsprófi í bakaraiðn lauk Gísli með góðum vitnisburði í mars 1920.

Sjálfstæðan rekstur hóf Gísli 1939 eftir 16 ára samstarf við Kristin heitinn Magnússon bakarameistara. Gísli Ólafsson var með sjálfstæðan rekstur í 25 ár en gerðist starfsmaður í Landsbanka Íslands í Reykjavík. Árið 1964 tók Gísli að sér að skipuleggja námsbraut bakara við Iðnskólann í Reykjavík og veitti henni forstöðu í 12 ár.

Bakarameistarafélag Íslands naut krafta Gísla Ólafssonar sem ritara í 9 ár og formanns í 18 ár. Gísli Ólafsson var um fjölda ára virðulegur fulltrúi bakara á iðnþingum Íslendinga.Gísli sagt í 10 ár í stjórn Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur og vargerður að heiðursfélaga 1967.

Í Iðnráði Reykjavíkur sagt Gísli í 20 ár og þar af formaður í 5 ár.

1958 tók Gísli Ólafsson þátt í stofnun Landssamtaka bakara og í nokkur ár framkvæmdastjóri Landssambandsins. Æðsta heiðursmerki Landssambands löggiltra iðngreina á Íslandi hlaut Gísli 1979.

Heiðursmerki hinnar Íslensku Fálkaorðu hlaut Gísli Ólafsson 1988 og var vel kominn að þeim heiðri. Gísli hlaut fjölda heiðursmerkja og viðurkenninga frá erlendum félagasamböndum brauð- og kökugerðarmanna.

Skjölin voru afhent Borgarskjalasafni 1992.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-44 Gísli Ólafsson (1898 - 1991)
Flokkun
Flokkur Einstaklingar
Útgáfuár 1992
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð karl, bakari, Bakarmeistarafélag Íslands, Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, Landssamtök bakara, fálkaorða, bókhald, bréf.