Hávallagata 18

Nánari upplýsingar
Nafn Hávallagata 18
Númer E-114
Lýsing

Hannes Magnússon fæddist þann 5. september 1884 að Skúmsstöðum á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Ormsson (f. 1840 – d. 1925) og Gróa Jónsdóttir (f. 1843 – d.1923). Hannes var vélstjóri og hóf feril sinn á flóabátnum Ingólfi árið 1912. Árið 1915 varð hann vélstjóri á togara hjá Alliance félaginu þar sem hann starfaði í 14 ár. Í tvo áratugi, frá árinu 1929, var hann vélstjóri á togaranum Venus í Hafnarfirði en hann starfaði hjá samnefndu félagi til æviloka en Hannes lést 23. mars 1951. Hannes giftist Helgu Snæbjörnsdóttur (f. 1891 – d. 1973) þann 10. október 1910 og saman eignuðust þau soninn Harald Hannesson.

Haraldur Hannesson fæddist þann 24. ágúst 1912 í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift lá leið hans til Bonn og Köln í Þýskaland, en einnig til Englands, þar sem hann lærði hagfræði. Eftir heimkomu hóf hann störf hjá Landsbanka Íslands. Hann kom víða við á starfsferli sínum og vann hann til að mynda hjá Reykjavíkurborg, Seðlabanka Íslands þar sem hann kom á bókasafni og myntsafni þar sem starfaði sem skjalavörður. Hann gaf íslenska ríkinu safn heimilda er snéri að Jóni Sveinssyni, Nonna. Hann gaf einnig út mörg smárit sem hann þýddi úr dönsku og þýsku. Haraldur giftist Ragnheiði Hannesdóttur húsfreyju frá Vestmannaeyjum (f. 1915 – d. 2015) árið 1942. Þau eignuðust einn son Hannes Gunnar Haraldsson (f. 1942). Þau bjuggu lengst af á Hávallagötu 18. Haraldur lést þann 9. ágúst 1989.Heimildir:

„Hannes Magnússon vjelstjóri – minning“, Morgunblaðið 31. mars 1951, bls. 7.

„Haraldur Hannesson, hagfræðingur, látinn“, Morgunblaðið 10. október 1989, bls.4.

Afhending: Skjöl gefin Borgarskjalasafni í maí 1998. Skjölin eru annarsvegar um byggingu og rekstur hússins Hávallagötu 18, sem Hannes Magnússon byggði, skjöl hans og sonar hans Haralds Hannessonar. Hinsvegar eru skjöl Sápugerðarinnar Frigg og Smjörlíkisgerðarinnar Ásgarðs hf. í Reykjavík.

 

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-114 Hávallagata 18/ Hannes Magnússon (1884-1951) og Haraldur Hannesson (1912-1989)
Flokkun
Flokkur Einstaklingar
Útgáfuár 1998
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð hús, byggingarsaga, verslun, Sápugerðinn Frigg, Smjörlíksgerðin Ásgarður, bréf.