Jón Kaldal

Nánari upplýsingar
Nafn Jón Kaldal
Númer E-325
Lýsing

Jón Kaldal (24.8.1896-30.10.1981) fluttist til Reykjavíkur 1915 til að læra ljósmyndun, sama ár gekk hann í Íþróttafélag Reykjavíkur. Jón rak lengi ljósmyndastofu að Laugavegi 11 og var sú ljósmyndastofa frægust ljósmyndastofa á landinu. Jón var heimsþekktur ljósmyndari og tók þátt í mörgum ljósmyndasýningum víða um heim og vann til verðlauna. Merkilegt þótti hversu frumstæða ljósmyndavél Jón notaði við starf sitt og virðist sem hann hafi notað sömu vélinaallt frá upphafisíns starfsferils. Jón Kaldal skapaði ómetanlegan þjóðarauð með myndatökum sínum um áratuga skeið.

Ein frægasta mynd Jóns er af eiginkonu hans Guðrúnu (Sigurðardóttur) Kaldal. Árið 1918 fer hann til Danmerkur til frekara náms í ljósmyndun og tekur þátt í íþróttum þar. Danir völdu hann m.a. til þátttöku á Olympíuleikunumí Antwerpen 1920. Árið 1925 snýr hann aftur fullnuma í grein sinni og tekur þá þátt í félagsmálum og var kosinn í stjórn ÍR. Sama ár og starfar hann að stjórnarstörfum næstu 20 ár og var formaður í allmörg ár. Einnig var hann varaforseti ÍSÍ um árabil.

Jón stundaði ýmsar íþróttir m.a. frjálsíþróttir, víðavangshlaup, sem hann sigraði tvívegis. Í formannstíð hans varð Skíðadeild ÍR til, og síðar var Kolviðarhóll keyptur sem skíða- og útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga.

Fyrir íþróttaafrek hansog störf í þágu íþróttasamtaka var Jón gerður að heiðursfélaga Íþróttasambands Íslandsárið 1946, en áður hafði Íþróttafélag Reykjavíkur veitt honum samskonar viðurkenningu.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-325 Jón Kaldal (1896 - 1981)
Flokkun
Flokkur Einstaklingar
Útgáfuár 2007
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð karl, ljósmyndir, skírteini, viðurkenningar, íþróttir, Íþróttafélag Reykjavíkur, Íþróttasamband Íslands, ljóð.