Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Jón Ormsson |
Númer | E-335 |
Lýsing | Jón Ormsson fæddist 30. maí 1886 á Grímsstöðum í Meðallandi, Vestur Skaftafellssýslu. Jón stundaði sjómennsku á árabátum og þilskipum 1906 – 1912, síðan nám í skósmíði í Vík í Mýrdal og fékk sveinsbréf 1913.Sama ár hóf hann nám og störf í rafvirkjun hjá Halldóri Guðmundsyni rafmagnsfræðingi og fékk löggildingu sem rafvirki 1923, og meistararéttindi fékk hann 1933. Árið 1923 stofnaði Jón, ásamt Eiríki bróður sínum, fyrirtækið Bræðurnir Ormsson, sem verslaði með rafmagnsvörur og veitti þjónustu í rafiðnaði.Jón gekk úr fyrirtækinu í árslok 1931, og starfaði síðan undir eigin nafni sem rafvirkjameistari, ásamt því að vera umsjónamaður með raflögnum í húsum Reykjavíkurborgar frá 1953. Jón átti sæti í raffangaprófun Rafmagnseftirlits ríkisins frá upphafi, formaður Félags lögg. rafvirkjameistara í Reykjavík í mörg ár og sat lengi í stjórn Vinnuveitendasambands Íslands. Kona Jóns var Jónína Sigríður Jónsdóttir, fædd 2. feb. 1898. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-335 Jón Ormsson (1886 - 1973) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Einstaklingar |
Útgáfuár | 2007 og 2013 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | karl, bókhald, dagbók, skírteini, rafvirki, iðngrein. |