Jón Þorláksson og Ingibjörg Claessen Þorláksson

Nánari upplýsingar
Nafn Jón Þorláksson og Ingibjörg Claessen Þorláksson
Númer E-191
Lýsing

Jón Þorláksson fæddist 3. mars 1877 í Vesturhópshólum, Þverárhr., V.-Hún. og lést 20. mars 1935 í Reykjavík.

Hann var verkfræðingur að mennt, síðar varð hann bæjarfulltrúi í Reykjavík, alþingismaður, borgarstjóri og ráðherra. Jón var sonur Þorláks Símonar Þorlákssonar, bónda í Vesturhópshólum, og konu hans Margrétar Jónsdóttur.

Jón rak byggingavöruverslun undir eigin firmanafni 1917-23 og í félagi við Óskar Norðmann (J. Þorláksson & Norðmann) frá 1923. Kona hans (1904) var Ingibjörg Frederike Charlotte Claessen, fædd 13. desember 1878 í Grafarósi, Hofshr., Skag., dáin 7. ágúst 1970 í Reykjavík, dóttir Jean Valgard van Deurs Claessen kaupmanns á Sauðárkróki, síðar landsféhirðis, og konu hans Kristínar Eggertsdóttur Briem.

Ingibjörg stundaði nám í listvefnaði í skóla Jysk kunstflidsforening í Árósum á Jótlandi, Danmörku og hafði þar um skeið kennslu á hendi í listvefnaði. Ingibjörg var um árabil formaður í kvenfélaginu Hringnum í Reykjavík.

Kjördætur Jóns og Ingibjargar eru : Anna Margrét, f. 21.7. 1915 ogElín Kristín f. 18. nóvember 1920.

Jean Valgard van Deurs Claessen, var fæddur 9. október 1850 íKaupmannahöfn; af dönskum foreldrum, en í föðurætt var hann af hollensku þjóðerni. Hann var kaupmaður áSauðárkróki, síðar landsféhirðir. Hann kom hingað til lands 27. apríl 1868.Fyrri kona hans var Kristín Briem, f. 19. október 1849, d. 1881, dóttir Eggerts Briem, sýslumanns. Synir þeirra: Eggert, f. 1876, yfirréttarmálaflutningsmaður, Ingibjörg, f. 1878, síðar Þorláksson, María, f. 1880, síðar Thoroddsen og Gunnlaugur, f. 1881, læknir. Seinni kona Jeans Valgards (1885) var Anna Margrét Þuríður Blöndal, f. 28. ágúst 1846, dóttir Kristian Möller og Sigríðar Möller, ekkja Jósefs Blöndals, f. 10. maí 1839. Börn þeirra: Tvíburadrengir er létust í frumbernsku, Arent, f. 1887, síðar kaupmaður í Reykjavík og Anna, f. 1889, síðar Briem; stjúpbörn Jeans Valgards og börn Önnu og fyrri eiginmanns hennar Jóseps Blöndal: Kristján, f. 1864, Guðrún, f. ?og Óli, f. 1878.

Ingibjörg Hjartardóttir afhenti skjöl þessi Borgarskjalasafni til eignar 8. ágúst 2000.

Sjá enn fremur einkaskjalasafn nr. 35: J. Þorláksson & Norðmann.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-191 Jón Þorláksson (1877 - 1935) og Ingibjörg Claessen Þorláksson (1878 - 1970)
Flokkun
Flokkur Einstaklingar
Útgáfuár 2000
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð karl, kona, hjón, J. Þorláksson & Norðmann (E-35), verkfræði, stjórnmál, alþingi, borgarstjóri, ráðherra, verslun, vefnaður, Bankastræti 11, Austurstræti 11, bréf, matreiðsla, tækifæriskort, útfarir.