Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Ólafur Þórðarson |
Númer | E-323 |
Lýsing | Ólafur Þórðarson fæddist á Framnesvegi 7, Reykjavík, 3. janúar 1913. Hann lést 21. nóvember 2003. Foreldrar hans voru hjónin Maren Guðmundsdóttir húsmóðir og fiskverkandi, fædd á Skarfanesi í Landsveit, Rangárvallasýslu, 18. október 1874, dáin 29. ágúst 1952 og Þórður Stefánsson netagerðarmaður og seglasaumari í Reykjavík, fæddur í Núpstúni í Hrunamannahreppi, Árnessýslu, 28. janúar 1870, dáinn 29. janúar 1954. Ólafur átti fjögur systkini. Ólafur kvæntist, 16. ágúst 1936, Guðjónu Friðsemd Eyjólfsdóttur, fædd í Hafnarfirðir 21. maí 1914, dáin 12. júlí 2003. Foreldrar hennar voru Ástríður Elísabet Magnúsdóttir húsmóðir og fiskverkakona í Hafnarfirði, síðar ræstingakona í Reykjavík, fædd í Hafnarfirði 1890, dáin 1974 og Eyjólfur Eyjólfsson sjómaður í Hafnarfirði, síðar bifreiðarstjóri í Reykjavík, fæddur á Gufuskálum í Gerðahrepp 1887, dáinn 1963. Þau Guðjóna hófu búskap í húsi foreldra Ólafs á Framnesvegi 7. Þar eignuðust þau synina Gunnar (1938) og Marinó (1945). Árið 1948 fluttu þau í nýja íbúð í Stórholti 19, sem var heimili þeirra alla tíð síðan. Þar fæddist þeim dóttirin Ástríður (1948). Guðjóna lést 12. júlí 2003 og í kjölfarið tók heilsu Ólafs að hraka. Ólafur ólst upp á Framnesveginum og nam húsgagnabólstrun hjá Erlingi Jónssyni bólstrara í Reykjavík. Ólafur stofnaði til eigin atvinnureksturs við húsgagnabólstrun ásamt öðrum í kjallara húss Málarans á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Ólafur flutti heimili sitt og eiginkonu í Stórholt 19 árið 1948, en þar byggði Byggingasjóður verkamanna íbúðir á félagslegum grunni. Stuttu eftir byggði Ólafur þar bílskúr og flutti húsgagnabólstrun sína í hann. Ólafur bjó í Stórholtinu til dánardægurs og var með atvinnu sína þar allan tímann. Heimild: m.a. minningargrein um Ólaf Þórðarson, Morgunblaðið 3. desember 2003. Dóttir Ólafs, Ástríður Ólafsdóttir, afhenti skjalasafn Ólafs Borgarskjalasafninu í Reykjavík 2006. Einnig er að finna í þessu safni skjöl Ástríðar í einni öskju. Sjá einnig einkaskjalasafn nr. 40, Byggingafélag Verkamanna (BVR). Viðbót við skjalasafn Ólafs Þórðarsonar var með í skjalasafni Byggingafélagsins, 2010. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-323 Ólafur Þórðarson (1913 - 2003) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Einstaklingar |
Útgáfuár | 2010 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | karl, bólstrun, Stórholt 19, Byggingafélag Verkamanna (E-40), tækifæriskort, ferming, fjármál, bókhald, heimili, rekstur. |