Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Sigurborg Hjaltadóttir |
Númer | E-357 |
Lýsing | Sigurborg Hjaltadóttir (Bogga) var fædd 27. febrúar 1926 í Hólum í Nesjahreppi Austur- Skaftafellssýslu. Móðir hennar var Anna Þórunn Vilborg Þorleifsdóttir, húsfreyja fædd 13. nóvember 1893 sem lést 7. júní 1971. Faðir hennar var Hjalti Jónsson, bóndi og hreppstjóri að Hólum fæddur 6. ágúst 1884 sem lést 21. júlí 1971. Systkini Sigurborgar voru Sigurður (1923-2008), Guðmundur Jón (1924-1989), Halldóra (1929-2017) og Þorleifur (1930-2018) og Eiríkur (1935-1943). Þau misstu stúlku nýfædda (1934-1934) og dreng fárra mánaða gamlan sem hét Þorleifur (1927-1927). Uppeldisbróðir Sigurborgar var Hjálmar Kristinsson (1945-2013). Sigurborg ólst upp í Hólum. Hún tók virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins Mána frá unglingsárum og þar til hún flutti að heiman, lék m.a. í öllum leikritum sem félagið setti upp. Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað á árunum 1943-1945 og var vefnaðarkennari þar einn vetur nokkrum árum síðar. Síðan nam hún einn vetur við lýðháskóla í Voss í Noregi. Sigurborg tók við starfi símstöðvarstjóra í Hólum af afa sínum og gegndi því starfi þar til hún flutti til Reykjavíkur árið 1955 og hóf störf í Búnaðarbanka Íslands. Þar vann hún í ýmsum deildum, lengst af í víxladeild og bókhaldi, þar sem hún var deildarstjóri frá 1974 til 1994 þegar hún lét af störfum, lengst af í víxladeild og bókhaldi, þar sem hún var deildarstjóri frá 1974 til 1994 þegar hún lét af störfum. Sigurborg hélt heimili með vinkonu sinni, Sigríði Gísladóttur sjúkraþjálfara og syni hennar Gísla Sveini Loftssyni, allt þar til hún flutti í þjónustuíbúð í Norðurbrún 1, árið 2004. Sigurborg var virk í alls kyns félagsstörfum. Hún vann ötullega að málefnum Starfsmannafélags Búnaðarbankans, tók þátt í að reisa sumarbústaði félagsins í Þjórsárdal og á Snæfellsnesi. Fór þangað í ótal vinnuferðir til að dytta að húsunum og gróðursetja plöntur. Hún lagði einnig hönd á plóg við gróðursetningu í reit bankans í Heiðmörk. Skaftfellingafélagið naut líka starfskrafta Sigurborgar, bæði við gróðursetningu í Heiðmörk og í öðrum störfum. Sigurborg var listhneigð og fann sköpunarþrá sinni farveg í postulínsmálun og útskurði. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á leiklist og var virkur félagi í Snúði og Snældu, leikfélagi eldri borgara í Reykjavík. Hún lék ýmis aukahlutverk í íslenskum kvikmyndum sem og stuttmyndum og auglýsingum. Sigurborg Hjaltadóttir andaðist 21. ágúst 2011 á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-357 Sigurborg Hjaltadóttir (1926 - 2011) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Einstaklingar |
Útgáfuár | 2008 og 2013 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | kona, bankaritari, bréf, tækifæriskort, boðskort. |