Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Alþjóðleg ungmennaskipti - AUS |
Númer | E-124 |
Lýsing | Alþjóðleg samtök sem spruttu upp úr samstarfi kirkjudeilda í Bandaríkjunum og Þýskalandi við lok seinni heimstyrjaldarinnar. Ungmennum var gefið færi á því að dvelja eitt ár í framandi landi og kynnast menningu þess og siðum. Tilgangurinn var að auka skilning og eyða tortryggni og fordómum á milli þessara fyrrverandi óvina. Fljótlega bættust fleiri lönd í hópinn og í dag starfar ICYE í 28 löndum víðs vegar um heiminn. Á seinni árum hefur áherslan verið lögð á að efla tengslin milli iðnaðarlandanna í norðri og þróunarlandanna í suðri. Samtökin hafa það að leiðarljósi að stuðla að friði, jafnrétti og mannréttindum i heiminum. AUS er Íslandsdeild ICYE og voru þau stofnuð 1961 sem Kristileg Alþjóðleg Ungmennaskipti (KAUS) og voru þau á vegum þjóðkirkjunnar fram til 1983. Þá var skipt um nafn og nú sér þjóðnefnd alfarið um starfið. Vinna þeirra er ólaunuð. Árlega er tekið á móti um 15 manns og jafn margir fara frá Íslandi. Dvöl ungmennanna skiptist yfirleitt í tvennt. Annars vegar 6 mánaða dvöl í sveit og hins vegar sjálfboðavinna og / eða launuð vinna. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-124 Alþjóðleg ungmennaskipti - AUS (1961) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 1999 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | skiptinám, félagasamtök, alþjóðleg ungmennaskipti |