Byggingarsamvinnufélagið Aðalból

Nánari upplýsingar
Nafn Byggingarsamvinnufélagið Aðalból
Númer E-593
Lýsing

Félagið hét fyrst Byggingarsamvinnufélag atvinnubifreiðastjóra í Reykjavík og nágrenni (B.S.A.B.).

Í stofnfundargerð byggingarsamvinnufélagsins segir: „Tildrög fundarins voru þau að á stjórnarfundi hjá stjórn Hreyfils s/f sem haldinn var 8. febrúar 1947 var samþykkt að athuga möguleika á stofnun byggingarsamvinnufélags innan félagsins og framkvæmdastjóra falið að annast undirbúning stofnfundarins. Stofnfundurinn var haldinn á Kaffi Höll 27. febrúar 1947 og voru stofnfélagar 45. Í fyrstu stjórn voru kosnir þeir Tryggvi Kristjánsson formaður, Ingvar Sigurðsson gjaldkeri, Sófus Bender ritari, Ingjaldur Ísaksson og Jón Jóhannsson meðstjórnendur“

Tilgangur félagsins var að: „Reisa íbúðarhús fyrir félagsmenn sína í samræmi við ákvæði laga um byggingarsamvinnufélög, að safna eignarframlögum félagsmanna og að reka lánastarfsemi“. Félagið byggði meðal annars fjölbýlishús við Fellsmúla, Engjasel og Kóngsbakka í Reykjavík. Á 30 ára afmæli félagsins, 1977, var nafni þess breytt í Byggingarsamvinnufélagið Aðalból.

Á félagsfundi 13. maí 2013 var samþykkt að slíta félaginu og fimm menn kosnir í slitastjórn.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-593 Byggingarsamvinnufélagið Aðalból (1947-2013)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2017
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð byggingaframkvæmdir, bifreiðastjórar