Byggjendaklúbbur Engjaskóla

Nánari upplýsingar
Nafn Byggjendaklúbbur Engjaskóla
Númer E-562
Lýsing

Hugmyndin að klúbbnum kemur frá Bandaríkjum Norður Ameríku þar sem Kiwanisklúbbar hafa séð um og rekið slíka klúbba í samvinnu við skóla. Þar heita þessir klúbbar Builders Club sem bendir á að verið sé að byggja upp tilvonandi stjórnendur framtíðarinnar. Með það að leiðarljósi kom þýðingin Byggjendaklúbbar því við ætluðum einnig að byggja upp sjálfstraust og leiðtogahæfileika félaganna. Hér á landi er lítil hefð fyrir því að utanaðkomandi aðilar komi inn í skóla til að halda uppi félagsstarfi í sjálfboðavinnu. Slíkt kallar á samvinnu við einhvern starfsmann skóla sem héldi utan um starfið að einhverju leiti auk þess sem slík vinna væri sjálfboðastarf. Þegar Byggjendaklúbbur Engjaskóla var stofnaður var Kiwanisklúbburinn Höfði fenginn til að hafa umsjón með starfinu og aðgangur að skólanum tryggður með starfsmanni þar. Fyrsti fundur klúbbsins var í apríl 2004 þrátt fyrir að formleg stofnun klúbbsins væri ekki fyrr en á Umdæmisþingi Kiwanis þann 16. ágúst 2005. Skólastjórnendur Engjaskóla voru mjög hlynnt þessu starfi og studdu það af heilhug þannig að klúbburinn hafði aðgang að húsnæði og því sem til þurfti til að halda klúbbnum gangandi. Félagar í Byggjendaklúbbi Engjaskóla voru áhugasöm og viljug að koma með hugmyndir að verkefnum sem væru í þágu skólans og nærumhverfis hans. Fjáraflanir klúbbsins voru oft skemmtanir fyrir yngri nemendur skólans sem voru mjög vel sóttar. Byggjendaklúbburinn og Kiwanisklúbburinn Höfði öfluðu peninga sem þau meðal annars létu renna í trjárækt við skólann auk búnaðar sem vantaði. Félagar klúbbsins voru mjög ánægðir og gaman að sjá hvað þau voru stolt af því að geta látið gott af sér leiða.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-562 Byggjendaklúbbur Engjaskóla (2004)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2015
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð Kiwanis, skólabyggingar, menntamál