Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Félag dúklagninga og veggfóðrarameistara (1928) |
Númer | E-534 |
Lýsing | Saga veggfóðrunar í Reykjavík nær aftur til byrjun 19. aldar. Dúklagnir komu hinsvegar ekki til sögunnar fyrr en uppúr 1910. Árið 1925 kom enskur maður til bæjarins til að dúkleggja Landsímahúsið. Réðust menn í vinnu til hans og lærðu dúklagnir af honum. Þremur árum síðar, var haldinn fundur í Baðstofu iðnaðarmann í Reykjavík. Þangað komu 11 veggfóðrarameistarar til að ræða hagsmunamál sín og stafna til samtaka. Á þessum fundi stofnuðu þeir með sér Veggfóðrarafélag Reykjavíkur og fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Formaður Victor Kr. Helgason, formaður Sigurður Ingimundarson, ritari og Björn Björnsson, féhirðir. Félagsstjórnin hófst þegar handa og þann 24. mars 1928, aðeins þremur vikum eftir fundinn í baðstofunni var gefinn út sérstök verðskrá fyrir skilgreind og uppmæld verk. Þetta var fyrsti uppmælingataxti iðnaðarmanna á Íslandi. Iðngreininni tilheyra margs konar klæðningar svo sem veggfóður, skreytiborðar, hersían og fíberstrigi. Dúkarar leggja gólfteppi og gólfdúka sem lagðir eru bæði á hefðbundinn hátt eða með fjölbreyttum mynstrum. Þeir leggja einnig íþróttagólfefni, hlaupabrautir og hljóðdeyfandi gólfklæðningar og klæða sundlaugar og þök. Dúklagningar og veggfóðrarar, sem oft eru kallaðir dúkarar, eru faglærðir sveinar eða meistarar. Bóklegi hluti námsins fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík og Hafnarfirði. Verklegi hlutinn, sem er sá veigamesti, fer að mestu fram í störfum hjá dúklagninga- og veggfóðrarameisturum. Iðngreinin hefur tekið miklum breytingum á þeim rúmlega sjö áratugum sem síðan hafa liðið. Verkefni félagsmanna hafa þróast og ýmsar áherslubreytingar orðið. Á fyrstu árunum var mest unnið með veggefni en vægi gólfefna hefur aukist á seinni árum. Þessar breytingar endurspeglast meðal annars í því að nefni félagsins hefur tvívegis verið breytt. Í júlímánuði 1932 var nafninu breytt í Meistarafélag veggfóðrara og 69 árum síðast, árið 2001, var nafninu aftur breytt í núverandi heiti sem er Félag dúklagninga og veggfóðrarameistara. Sveinafélag veggfóðrara stofnað 18. júní 1933, nafni breytt í Veggfóðrarafélag Reykjavíkur á framhalds aðalfundi 26. janúar 1940. Meistarafélag veggfóðrara og Veggfóðrarafélag Reykjavíkur sameinuðust á aðalfundi 18. febrúar 1945 og fékk heitið Félag veggfóðrara Reykjavík. Nú starfa um 70 sveinar og meistarar í faginu á Íslandi. Heimildir: Heimasíða Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-534 Félag dúklagninga og veggfóðrarameistara (1928) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2014 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | iðnaðarmenn, verkalýðsfélög |