Félag eigenda Vesturhóla 1 - 23

Nánari upplýsingar
Nafn Félag eigenda Vesturhóla 1 - 23
Númer E-486
Lýsing

Félag húseigenda Vesturhóla 1-23 var stofnað 17. maí 1978.

 

 

Reglur fyrir félag húseigenda Vesturhóla 1-23.

1. gr.

Eigendur fasteignanna Vesturhólar 1-23, Reykjavík, stofna með sér hagsmunafélag. Nafn félagsins er: Félag húseigenda Vesturhóla 1-23, Reykjavík. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

 

2. gr.

Tilgangur félagsins og markmið er að taka ákvarðanir um og bera ábyrgð á öllum framkvæmdum er snerta fyrir hugaða byggingu bílskúra fyrir húseignirnar Vesturhóla 1-23, jarðlögnum og jarðvinnu, frágangi og malbikun sameiginlegs bílastæðis, svo og um öll önnur atriði sem á einhvern hátt tengjast nefndum framkvæmdum og varða sameiginlega hagsmuni húseigenda.

 

3. gr.

Félagið ákveður um töku tilboða sem berast kunna í verkið eða einstaka áfanga þess, svo og um greiðslufyrirkomulag við verktaka. Komi fram galli í umsömdu verki sækir félagið rétt húseigenda fyrir hönd þeirra allra. Skiptir í því sambandi engu hvort umrædd vinnusvik eða verkgallar koma niður á einum húseiganda fremur en öðrum.

 

4. gr.

Félagið í heild er ábyrgt fyrir öllum greiðslum vegna umræddra framkvæmda, bæði efni og vinnu, enda séu þau útgjöld vegna framkvæmda sem ákveðnar voru á löglegum félagsfundi. Hver félagsmaður er hins vegar ábyrgur fyrir sínum greiðslum til félagsins.

 

5. gr.

Vanræki einhver hlutaðeigandi húseigenda að greiða það sem honum ber af kostnaði við umræddar framkvæmdir getur félagið höfðað mál á hendur honum til innheimtu greiðslnanna, enda sé um að ræða kostnað vegna framkvæmds, sem ákveðnar voru á löglegan hátt á löglegum fundi í félaginu.

 

6. gr.

Allar ákvarðanir, sem útgjöldum valda varðandi umræddar framkvæmdir, svo og skuldbindingar vegna greiðslu kostnaðar sem af þeim leiðir, skulu gerðar af félaginu og á löglegum fundi þess. Allar ákvarðanir, sem snerta sameiginlega hagsmuni allra húseigenda varðandi nefndar framkvæmir, þurfa samþykki 2/3 allra húseigenda. Við atkvæðagreiðslur reiknast eitt atkvæði á hvert hús, Mæti ekki 2/3 eigenda á félagsfund, skal leitað skriflegs samþykkis þeirra sem ekki mættu. Slíkt skriflegt samþykki má gefa með staðfestu skeyti. Greiðsla kostnaðar við umræddar framkvæmdir skiptist að jöfnu milli húseigenda, enda hafi allir sama hagnað af.

 

7. gr.

Umboð félagsins nær ekki til sjálfra íbúðarhúseignanna Vesturhóla 1-23, að öðru leyti en því, sem kann að leiða af veðsetningu húseigenda til tryggingar greiðslu kostnaðar vegna umræddra framkvæmda.

 

8. gr.

Félagið kýs sér þriggja manna stjórn, formann, gjaldkera og ritara. Mynda þessir menn um leið framkvæmdaráð. Hlutverk stjórnarinnar er að framkvæma ákvarðanir, sem teknar hafa verið á félagsfundum og annast málefni félagsins milli funda. Stjórnin getur tilnefnt aðra félagsmenn til að annast sérstök verkefni, eftir því sem þurfa þykir, enda séu þeir því hverju sinni samþykkir.

 

9. gr.

Stjórn félagsins boðar til funda í félaginu, munnlega eða skriflega. Í fundarboði skal tekið fram hvaða atriði verða til umræðu og ákvörðunar hverju sinni (dagskrá). Fundi skal boða með minnst viku fyrirvara. Stjórnin ber sameiginlega ábyrgð á að fundarboð berist öllum félögum.

 

10. gr.

Að öðru leyti en því, sem að ofan greinir, og eftir því sem við á, starfar félagið samkvæmt landslögum.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-486 Félag eigenda Vesturhóla 1 - 23 (1978)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2012
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð húsfélög