Félag háskólamenntaðra starfsmanna Reykjavíkurborgar

Nánari upplýsingar
Nafn Félag háskólamenntaðra starfsmanna Reykjavíkurborgar
Númer E-384
Lýsing

Tilgangur með stofnun félagsins var að ná beinum samningsrétti félagsmanna við Reykjavíkurborg. Fyrirkomulag kjarasamninga háskólamenntaðra starfsmanna sem störfuðu hjá ríki og Reykjavíkurborg var með þeim hætti að Bandalag háskólamanna, kjarafélag, fór með samningsumboð þeirra sem hjá ríkinu störfuðu en Starfsmannfélag Reykjavíkurborgar fór með umboðið fyrir þá sem hjá borginni störfuðu.

Þótti háskólamenntuðum starfsmönnum Reykjavíkurborgar ekki vera gætt sinna hagsmuna að hálfu Starfsmennafélagsins sem var að semja fyrir mjög stóran og breiðan hóp.

Eftir skoðunarkönnun meðal háskólamenntaðra starfsmanna Reykjavíkurborgar var ákveðið að stofna ofangreint félag.Eftir stofnun félagsins voru teknar upp viðræður við borgaryfirvöld, Starfsmannafélagið og BHM. Borgaryfirvöld sýndu málinu skilning en Starfsmannafélagið lagðist gegn málinu. Hefur talið sig missa spón úr aski sínum. Undirliggjandi var að borgaryfirvöld vildu ekki styggja stjórn Starfsmannafélagsins.

Gekk ekki né rak um árabil, en málinu stöðugt haldið vakandi. Þegar hilla fór undir lausn málsins var lögum breytt með þeim hætti að markmiðum félagsins var náð. Er það álit undirritaðs að lagabreytingin hafi verið runnin undan rifjum borgarstjóra Davíðs Oddssonar til þess að losna við að styggja um of stjórn Starfsmannafélagsins. Eftir að meginmarkmið félagsins var náð, var ekki lengur þörf fyrir félagið. Hlaut félagið hægt andlát en var aldrei formlega slitið.

Síðasti formaður félagsins var Magnús Sædal Svavarsson síðar byggingarfulltrúi, en hann var einn af þeim sem stóð fyrir stofnun félagsins og eru gögn félagsins frá honum komin til vörslu Borgarskjalasafns.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-384 Félag háskólamenntaðra starfsmanna Reykjavíkurborgar (1977)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2008
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð stéttarfélag, starfsmenn reykjavíkurborgar