Félag íslenskra myndlistarmanna

Nánari upplýsingar
Nafn Félag íslenskra myndlistarmanna
Númer E-150
Lýsing

Árið 1928 var bandalag íslenskra listamanna stofnað. Nokkrum árum síðar eða árið 1932 á aðalfundi bandalagsins voru þær breytingar gerðar að starfsdeildir innan bandalagsins urðu þrjár: myndlistardeild, ritlistardeild og tónlistardeild. Á aðalfundi bandalagsins þann 21. maí 1941 flutti Jón Engilbertsson ávarp þess efnis, eða tillögu öllu heldur, að deildirnar þrjár skyldu nú starfa sem félög með sín eigin lög og varð svo úr að tillagan var samþykkt og stofnfélögin urðu þrjú: Félag íslenskra rithöfunda, Félag íslenskra tónlistarmanna og Félag íslenskra myndlistarmanna.

Megintilgangur Félags íslenskra myndlistarmanna var:

  1. Að stuðla að framþróun skapandi myndlistar.
  2. Að gæta sameiginlegra hagsmuna myndlistarmanna í landinu, t.d. með því að beita áhrifum sínum til að bætta löggjöf og reyna að hafa áhrif á að Alþingi skipi hæfa kunnáttumenn í Menntamálaráð Íslands.
  3. Að halda sameiginlegar listsýningar, hér og erlendis, með úrvalsverkum.
  4. Að koma upp sýningahúsi.

Um það bil fjórum áratugum síðar eða í apríl 1982 á aðalfundi Félags íslenskra myndlistarmanna var aðild þeirra að SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna, samþykkt. (Sjá nánar um SÍM í einkaskjalasafni þeirra E-351). Því varð að FÍM breyttist í fagfélag innan SÍM.

Félag íslenskra myndlistarmanna var frá upphafi vettvangur listamanna til sýningarhalda og tengslamyndunnar bæði á Íslandi en einnig utan landsteinanna og þá aðallega í norrænu samhengi. Sýningarhald lagðist niður á vegum FÍM eftir árið 2001 og engin formlegur fundur hafði verið haldinn um árabil eða allt til ársins 2015 þegar ný stjórn félagsins var kosin.

Félag íslenskra myndlistarmanna er enn aðildarfélag Samband íslenskra myndlistarmanna sem er aðildarfélag Bandalag íslenskra listamanna.
Sjá nánar um sögu Félags íslenskra myndlistarmanna í bók Kristínar G. Guðnadóttur Að finna listinni samastað. Þættir úr sögu Félags íslenskra myndlistarmanna.

Heimild:
Kristín G. Guðnadóttir, Að finna listinni samastað. Þættir úr sögu Félags íslenskra myndlistarmanna (Félag íslenskra myndlistarmanna 2022). Einkum bls. 11–12, 37–42, 59 og 62.

Afhending: Safnið afhenti Guðbjörg Lind Jónsdóttir í febrúar 1999

Tími: 1951-1995

Innihald: Bréf, félagaskrár, félagsreglur, gestabækur, ljósmyndir, móttekin listaverk, sýningarreglur, sýningaskrár, hagsmunasamtök myndlistarmanna, kaup og sala á húsi o.fl.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-150 Félag íslenskra myndlistarmanna (1941)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 1999
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð myndlistarmenn, hagsmunasamtök,