Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Félag landeigenda í Selási |
Númer | E-482 |
Lýsing | Miðvikudaginn 26. apríl 1967 voru samankomnir hjá Brynjólfi Guðmundssyni, Selásbletti 22, eftirtaldir menn: Kolbeinn Steingrímsson, Kristján Sigurðsson, Magnús Magnússon, Friðþjófur Þorbergsson, Ester Árnadóttir, Brynjólfur Guðmundsson og Gísli Jónsson. Rætt var um skipulagsmál í Selásnum. Lesið var eftirrit af bréfi frá borgarstjóra til F.S.Á (Framfarafélag Seláss og Árbæjarbletta) um skipulagsmál dagsett 8. mars 1967. Samþykkt var að undirbúa almennan landeigendafund til að ræða málið nánar. Brynjólfi Guðmundssyni falið að hafa forystu í því máli. Sunnudaginn 30. apríl 1967 komu saman að Selásbletti 22 eftirtaldir menn: Haukur Sigurjónsson, Kolbeinn Steingrímsson, Gísli Jónsson, Jón Jónsson og Brynjólfur Guðmundsson. Rætt var um hverjir væru landeigendur í Selási og samþykkt að halda almennan landeigendafund 7. maí 1967 í húsi F.S.Á um skipulagsmál. Fundarboð útbúið og undirritað af öllum viðstöddum. Haldinn var fundur 7. maí og síðan stofnfundur Félags landeigenda í Selási þann 26. maí 1967. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-482 Félag landeiganda í Selás (1967) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2012 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | húseigendur, landeigendur, skipulagsmál, Selás |