Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Fornleifafræðingafélag Íslands |
Númer | E-529 |
Lýsing | Fornleifafræðingafélag Íslands, FFÍ, var fagfélag fornleifafræðinga á Íslandi en fullgildir meðlimir í félaginu gátu aðeins orðið þeir sem lokið höfðu BA og MA námi í fornleifafræði. Félagið var stofnað 11. febrúar 1999. FFÍ stóð fyrir margvíslegri dagskrá í fornleifafræði og vann að því að efla fornleifafræðilega umræðu á Íslandi. Félagið hélt reglulega spjallfundi þar sem rædd voru þau mál sem helst brunnu á fornleifafræðingum. Félagið bauð nokkrum sinnum virtum skandinavískum fornleifafræðingum í heimsókn hingað til lands til að halda fyrirlestra fyrir félagsmenn og aðra áhugasama. Félagið hélt úti ritinu Ólafíu sem nefnt er í höfuðið á dr. Ólafíu Einarsdóttur sem var fyrst Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í fornleifafræði. Markmiðið með útgáfu ritsins var að skapa hefð fyrir íslenskri hugtakanotkun í fornleifafræði með birtingu nýs efnis sem og þýðingum eldra efnis. Þann 30. apríl 2013 var stofnað nýtt fagfélag fornleifafræðinga undir nafninu „Félag fornleifafræðinga“. Í kjölfarið voru Fornleifafræðingafélag Íslands og Félag íslenskra fornleifafræðinga lögð niður.
Stjórnir Fornleifafræðingafélags Íslands: Stjórn Fornleifafræðingafélags Íslands 2012-2013. Formaður: Ármann Guðmundsson. Varaformaður: Dr. Bjarni F. Einarsson. Ritari: Albína Hulda Pálsdóttir. Gjaldkeri: Margrét Björk Magnúsdóttir. Varamenn: Ásta Hermannsdóttir og Vala Björg Garðarsdóttir. Siðanefnd: Sindri Ellertsson Csillag, formaður, Dagný Arnarsdóttir og Vala Björg Garðarsdóttir. Endurskoðendur: Sandra Sif Einarsdóttir og Guðbjörg Melsted.
Stjórn félagsins 2012-2013 var kjörin á aðalfundi 28. desember 2011. Stjórn Fornleifafræðingafélags Íslands 2011. Formaður: Sindri Ellertsson Csillag. Varaformaður: Dr. Bjarni F. Einarsson. Ritari: Albína Hulda Pálsdóttir. Gjaldkeri: Margrét Björk Magnúsdóttir. Varamenn: Ármann Guðmundsson og Vala Björg Garðarsdóttir. Siðanefnd: Dagný Arnarsdóttir, Sindri Ellertsson Csillag, Vala Björg Garðarsdóttir Endurskoðendur: Sandra Sif Einarsdóttir og Guðbjörg Melsted.
Stjórn Fornleifafræðingafélags Íslands 2011 var kjörin á aðalfundi 6. janúar 2011. Stjórn Fornleifafræðingafélags Íslands 2011-2012. Stjórn Fornleifafræðingafélags Íslands 2010. Formaður: Sindri Ellertsson Csillag. Varaformaður: Dr. Bjarni F. Einarsson. Ritari: Ragnheiður Gló Gylfadóttir Gjaldkeri: Brynhildur Baldursdóttir Varamenn: Albína Hulda Pálsdóttir. Siðanefnd: Dagný Arnarsdóttir , Sindri Ellertsson Csillag og Vala Björg Garðarsdóttir. Endurskoðendur: Sandra Sif Einarsdóttir og Guðbjörg Melsted.
Stjórnir Formaður frá stofnun til 2011 var Steinunn Kristjánsdóttir. Varaformaður Dr. Bjarni F. Einarsson. (Heimild: Albína Hulda Pálsdóttir)
Safnið er lokað í 10 ár nema með leyfi síðasta formanns, Ármanns Guðmundssonar eða Albínu Huldu Pálsdóttur. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-529 Fornleifafræðingafélag Íslands (1999-2013) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2014 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | hagsmunasamtök, fagfélag, fornleifafræði, fornleifafræðingar |