Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Hestamannafélagið Fákur |
Númer | E-280 |
Lýsing | Hestamannafélagið Fákur var stofnað 24. apríl 1922 af nokkrum áhugasömum hestamönnum í Reykjavík en sami hópur hafði hist 29. mars til að ræða stofnunina. Hestamannafélagið Fákur var fyrsta hestamannafélagið á Íslandi og þar af leiðandi það elsta. Fyrsti formaður félagsins var Daníel Daníelsson. Markmið félagsins var „að efla áhuga og þekkingu á ágæti hesta og hestaíþróttum og stuðla að rjettri meðferð þeirra“ eins og segir í fyrstu lögum félagsins. Enn fremur hugði félagið að byggingu skeiðvallar þar sem hægt væri að efna til kappreiða á hverju ári. Fyrsti skeiðvöllur Hestamannafélagsins Fáks var síðan gerður inn við Elliðaár og fyrstu kappreiðarnar fóru fram í júlí 1922 og var hann notaður allt til ársins 1971 þegar nýr völlur í Víðidal var tekinn í notkun á félagssvæði Fáks. Í Víðidal eru nú rekin á vegum Hestamannafélagsins Fáks hesthús, félagsheimili, skeiðvöllur og reiðhöll. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-280 Hestamannafélagið Fákur (1922) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2004 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | íþróttafélög, tómstundir, hestur, hestar, hestamennska, |