Húsfélagið Háaleitisbraut 26-30

Nánari upplýsingar
Nafn Húsfélagið Háaleitisbraut 26-30
Númer E-476
Lýsing

Húsin voru byggð byggt af Byggingarfélagi Reykjavíkur 1965. Húsfélagið Háaleitisbraut 26-30 í Reykjavík var stofnað 1966.

Húsið var teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt en byggingu þess lauk ári eftir andlát hans. Húsið hefur ætíð verið málað í einkennislitum Sigvalda, karrýgulum, dökkbláum og hvítum. Við viðgerðir og viðhald á húsinu hefur verið leitast við að halda í höfundareinkenni hans, enn eru felligluggar í húsinu svo dæmi séu nefnd. Svanhildur Halldórsdóttir sem bjó í íbúð á 4. hæð til hægri Háaleitisbraut 30 og var í byggingarfélaginu sem byggði húsið var alla tíð afar virk í starfi húsfélagsins en hún flutti úr húsinu í nóvember 2010. Maður hennar var gjaldkeri hússins lengi framan af.
Fyrstu áratugi húsfélagsins var gjaldkeri með aðstöðu í litlu herbergi í kjallara hússins og þangað komu íbúar hússins til að borga hússjóðsgjöld í peningum um hver mánaðarmót.
Húsfélagið hefur alla tíð átt kjallaraíbúð í Háaleitisbraut 26 sem leigð hefur verið út. Húsfélagið á einnig herbergi í kjallara sem leigt hefur verið íbúum og er þá gjarnan unglingurinn í fjölskyldunni með aðstöðu þar.
Byggingarfélag Reykjavíkur byggði húsið á sínum tíma. Menn urðu félagar í því með því að kaupa íbúð í húsinu. Því var fleygt að aðallega hefðu búið Framsóknarmenn og kommúnistar í húsinu framan að. Það getur hafa átt við rök að styðjast en Sigvaldi starfaði hluta síns starfsferils hjá Sambandinu en var vinstrimaður.
Húsfélagið á Háaleitisbraut 26-30 var eitt þeirra fyrstu í götunni til að gróðursetja tré á lóðinni við húsið sem er mjög stór. Birki varð þar fyrir valinu. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur var einn af íbúum hússins og beitti sér fyrir ræktun lóðarinnar ásamt fleiri íbúum, meðal annars Svanhildi Halldórsdóttur.
Mikið af upprunalegum íbúum bjuggu í húsinu lengi framan af en voru flestir fluttir út um 2010.
Bílskúrar voru byggðir við húsið 1974.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-476 Húsfélagið Háaleitisbraut 26-30 (1967)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2013
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð húsfélag, Sigvaldi Thordarson, húseigendur, Háaleitisbraut.