Húsfélagið Kóngsbakki 2

Nánari upplýsingar
Nafn Húsfélagið Kóngsbakki 2
Númer E-559
Lýsing

Húsfélagið Kóngsbakki 2 var líklega stofnað í janúar 1968. Vitað er að fyrst var reynt eitt húsfélag fyrir allrar blokkarinnar, sem ekki gaf alls kostar góða raun, þannig að stofnuð voru átta stigahúsa húsafélög og síðan var eitt heildar húsfélag, það er Kóngsbakki 2-16. Blokkin var byggð á árunum 1967 til 1969, en byrjað var að flytja inn í sumt af húsnæðinu á árinu 1968.

Byggjandi var Byggingasamvinnufélag atvinnubifreiðastjóra (BSAB), sem síðar hét Aðalból en er ekki lengur til. Eftirlitsmaður byggingarinnar var ráðinn Einar Jónsson, áður sjómaður, þá atvinnubifreiðastjóri, en allmiklu seinna trésmíðameistari. Hann býr nú að Kóngsbakka 14. Einar Jónsson var ábyggilega mjög góður eftirlitsmaður og sá um að steypa með of hátt sigmát, það er of þjál og ekki eins sterk steypa var hreinlega ekki notuð og send annað, sem hefur líka skilað sér í sterkri og endingargóðri steypu. Iðnmeistarar við húsbygginguna voru: Hallvarður Sig. Guðlaugsson trésmíðameistari, Magnús Árnason múrarameistari, Helgi Jasonarson pípulagningameistari, Jón Guðjónsson rafvirkjameistari, Jón Ingólfsson málarameistari og Stefán Jónsson dúklagningameistari. Núverandi formaður og gjaldkeri Kóngabakka 2-16 eru þær Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir þroskaþjálfi og Kristjana Björnsdóttir kennari.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-559 Húsfélagið Kóngsbakki 2 (1968)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2015
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð húseigendur, húsfélag, Breiðholt