Íslenskir Radíóamatörar - ÍRA

Nánari upplýsingar
Nafn Íslenskir Radíóamatörar - ÍRA
Númer E-151
Lýsing

Félag Íslenskra radíóamatöra er landssamtök radíóamatöra á Íslandi og var stofnað 14. ágúst 1946. Stofnfundur var haldinn í Tjarnarkaffi í Reykjavík og var fyrsta aðsetur félagsins á Fríkirkjuvegi 10 í Reykjavík.

Markmið félagssins eru:

  1. a) Gæta hagsmuna radíóamatöra í hvívetna.
  2. b) Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan.
  3. c) Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum.
  4. d) Hvetja til viðbúnaðar sem mætti gagnast í neyðarfjarskiptum.
  5. e) Efla amatörradíó sem leið til sjálfsþjálfunar á tæknisviðinu.
  6. f) Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta.
  1. g) Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra.
  2. h) Þróa amatörradíóþjónustuna sem verðmæta þjóðarauðlind.

i)Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-151 Íslenskir Radíóamatörar - ÍRA (1946)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2000
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð fjarskipti, nýsköpun, framþróun, áhugamenn