Kvenfélagið Esja

Nánari upplýsingar
Nafn Kvenfélagið Esja
Númer E-123
Lýsing

Sunnudaginn 2. mars árið 1958 var haldinn stofnfundur kvenfélags í Kjalarneshreppi að Klébergi. Aðal hvatamenn og boðendur fundarins voru þær Sigríður Gísladóttir Esjubergi og Unnur Andrésdóttir Móum. 23 konur mættu á fyrsta fundinn og sagði Unnur að nauðsynlegt væri fyrir konur að þær hefðu með sér einhvers konar félagsskap. Ákveðið var að venjulegir fundir skildu fara fram 1. sunnudags hvers mánaðar en aðalfundir í apríl eða maí ár hvert.

Fyrsti formaður félagsins var kosin Sigríður Gísladóttir, ritari Svanborg Sæmundsdóttir Unnur Andrésdóttir var kosin gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kosnar þær Björg Jóhannesdóttir og Unnur Valdimarsdóttir. Varastjórn skipuðu Ingibjörg Sveinbjarnardóttir og Erna Gunnarsdóttir.

Nafnið “Esja” fékk félagið á öðrum fundi félagsins. Sama ár gekk félagið í Kvenfélagasamband Íslands. Markmið félagsins var að glæða áhuga kvenna á þjóðlegri handavinnu á heimilum, föndurnámskeið, fjársöfnun vegna ýmissa málefna o. fl.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-123 Kvenfélagið Esja (1958)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 1996
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð kvenfélög, kvenfélagssamband íslands, Kjalarnes