Lagnafélag Íslands

Nánari upplýsingar
Nafn Lagnafélag Íslands
Númer E-544
Lýsing

Lagnafélag Íslands var stofnað þann 4. október 1986 af áhugamönnum um úrbætur á lagnakerfum.

Markmið félagsins er að stuðla að þróun í lagnatœkni, í hönnun og verktækni og gagnkvœmum skilningi milli þeirra stétta, sem að lagnamálum vinna utanhúss sem innan. Þær eru hönnuðir, pípulagningamenn, blikksmiðir, rafvirkjar í stjórnbúnaði, innflytjendur og seljendur lagnaefna og aðrir áhugamenn um bætt gæði.

Innan Lagnafélag Íslands er einnig starfandi gæðamatsráð, viðurkenningarnefnd, fagráð loftræstikerfa, fagráð pípulagnakerfa og fagráð stjórnkerfa.

Félagið gefur út fréttabréf þar sem í eru upplýsingar um lagnamál auk greina reyndra og vel þekktra lagnamanna. Haldnir eru fræðslufundir um afmörkuð efni, en fyrirlestra og umrœður fá félagsmenn síðan í blaðinu Lagnafréttir.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-544 Lagnafélag Íslands (1986)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2015
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð lagnir, iðnaður, áhugafólk um iðnað, nýsköpun