Lionsklúbbur Reykjavíkur

Nánari upplýsingar
Nafn Lionsklúbbur Reykjavíkur
Númer E-494
Lýsing

Lionsklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 14. ágúst 1951, á hádegisverðarfundi að Hótel Borg. Samkvæmt fyrstu fundargerðabók klúbbsins voru stofnendur ellefu talsins, þeir Magnús Kjaran, Guðbrandur Magnússon, Hersteinn Pálsson, Sigurður Bjarnason, Kristján L. Gestsson, Stefán Sandholt, Davíð Ólafsson, Páll Ásgeir Tryggvason, Pétur Ólafsson, Gylfi Þ. Gíslason og Einvarður Hallvarðsson.

Gestir á þessum fundi voru Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti lýðveldisins, en hann var heiðursfélagi í Lionsklúbb í Minnesota, Björn Ólafsson, menntamálaráðherra, Gunnar Rocksén, ræðismaður Svía og W. Ohlsen, forstöðumaður upplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna.

Starf klúbbsins var öflugt frá upphafi. Hann lét sig strax málefni blindra og sjónskertra varða undir kjörorðinu: Lýsum þeim sem ljósið þrá, en lifa í skugga. Fyrir tilstilli klúbbsins voru fyrstu hvítu stafirnir teknir í notkun á Íslandi, eins studdi hann augndeildina á Landakoti myndarlega um langt árabil.

Starfsemi Lionsklúbbs Reykjavíkur var með miklum ágætum fram á síðasta áratug liðinnar aldar. Þá fór klúbburinn ekki varhluta af þeim breytingum sem þjóðfélagið hefur tekið, frekar en annað félagsstarf í landinu. Af því leiddi að smán saman fækkaði svo í klúbbnum að til auðnar horfði undir síðustu aldamót. Það vildi honum þó til happs, að innanborðs voru nokkrir félagar úr Skíðadeild KR og sóttu þeir nýja félaga í þann þétta kjarna, sem hafði myndast í kringum rekstur skíðasvæðisins í Skálafelli. Þannig fjölgaði félögum og síðan hefur starfsemin öll verið upp á við.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-494 Lionsklúbbur Reykjavíkur (1951)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2013, 2017.
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð alþjóðleg félagasamtök, kiwanis-félög