Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Lionsklúbburinn Ægir |
Númer | E-365 |
Lýsing | Lionshreyfingin var stofnuð í Chicago árið 1917. Til Íslands barst hún árið 1951 með stofnun fyrsta íslenska klúbbsins, Lionsklúbbs Reykjavíkur. Ísland var 32. landið sem bættist í hóp Lionsmanna en árið 2008 voru löndin orðin nærri 200 og Lionsklúbbarnir yfir 45.000. Alþjóðahreyfingin skiptist í tölusett svæði eftir löndum eða heimshlutum og er Ísland sjálfstætt umdæmi (fjölumdæmi) nr. 109, síðan árið 1973. Einkunnarorð Lionshreyfingarinnar eru: We serve, þ.e.a.s. Við leggjum lið. Á heimasíðu hreyfingarinnar hér á landi er tilgangi hennar lýst svo: Tilgangur með stofnun Lionsklúbbanna var að mynda samtök, sem eru óháð stjórnmálaflokkum og trúmálafélögum, og inna af hendi ýmiss konar þjónustu á sviði líknar– og mannúðarmála um leið og þau efla félagsanda og heilbrigt félagslíf. (www.lions.is/saga) Lionsklúbburinn Ægir í Reykjavík var stofnaður föstudaginn 6. mars 1957. Allt frá fyrstu tíð hefur klúbburinn beint sjónum sínum sérstaklega að Sólheimaheimilinu í Grímsnesi og leitast við að rétta starfinu þar hjálparhönd. Til að afla fjár til þess risavaxna verkefnis var strax á fyrsta starfsári Ægis efnt til Kútmagakvölds þar sem saman fór vönduð skemmtidagskrá og góður matur. Slík kvöld hafa skilað góðum tekjum í tímans rás en félagar Ægis hafa einnig gefið ómælda vinnu í þágu Sólheima og staðið fyrir ýmsum öðrum fjáröflunum, svo sem happdrættum, risabingói, sælgætissölu og sölu kerta frá Sólheimum, svo fátt eitt sé talið. Auk þess hafa Ægisfélagar stutt við ýmis önnur líknar-, mannúðar- og menningarverkefni á þeim 50 árum sem klúbburinn hefur starfað. Hefðbundið starf klúbbsins hefur einnig falist í reglubundnum skemmti- og fræðslufundum, þátttöku í innlendu og erlendu samstarfi og ferðalögum, m.a. fjórum utanlandsferðum. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-365 Lionsklúbburinn Ægir (1957) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Félagasamtök |
Útgáfuár | 2008, 2012, 2014. |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | alþjóðleg félagasamtök, kiwanis-klúbbar, Andrés Erlingsson, Sólheimar í Grímsnesi. |